Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 178
177
umsvif hans á sviði afþreyingar og menningar en skapar einnig táknræna
nánd milli hans og þess tæknilega nútíma sem gerir ekki aðeins flugsam-
göngur eins og þær sem Peacock treystir á mögulegar heldur einnig sjálf-
an afþreyingariðnaðinn sem hann er í forsvari fyrir. Í Mr. Peacock má
sjá hvernig þrjú lykilviðfangsefni í öllum frumsömdu leikritum Halldórs
renna saman: nútímavæðing, tækni og vald.37
Á blómaskeiði sínu var lóðréttur samruni helsta einkenni bandarísku
kvikmyndaveranna, en það fól í sér að kvikmyndaverin höfðu töglin og
hagldirnar allt í senn í framleiðslu kvikmynda, dreifingu þeirra og sýn-
ingu.38 Starfsemi Universal Music Incorporated er um margt áþekk við-
skiptamódeli kvikmyndaveranna, en eins og frægt er kynntist Halldór
starfsháttum þeirra af eigin raun meðan hann reyndi fyrir sér sem hand-
ritshöfundur í Hollywood á ofanverðum þriðja áratugnum. Hann skrifaði
áðurnefnda ritgerð, „Kvikmyndin ameríska 1928“, fljótlega eftir komu
sína og gátu íslenskir lesendur barið ritsmíðina augum í Alþýðubókinni.39
37 Hér má minna á hlut bifreiðarinnar í Straumrofi, fyrsta leikverki Halldórs, þar
sem hún er táknmynd breyttra tíma og er jafnframt tækið sem umbreytir lands-
byggðinni í sumarbústaðasvæði fyrir vel stæða borgarbúa. Ferðamáti Mr. Peacocks
felur þó í sér umtalsvert róttækara umrót á ríkjandi hugsunarhætti er snertir tíma
og fjarlægðir en bifreiðin gerði. Í þessu samhengi er athyglisvert að fjórða hluta
Silfurtúnglsins vindur að hluta fram í flugvallarhóteli og mikilvægur kafli í næsta
leikriti Halldórs, Strompleiknum, á sér stað á flugvelli. Í báðum leikritunum stendur
Ísland galopið og varnarlaust frammi fyrir tæknivæddri og vélknúinni „umferð“
með manneskjur og menningarafurðir. Í Strompleiknum er nærvera heimsveldisins
í vestri áþreifanleg og segja má að leikritið taki heimsveldisstefnu Bandaríkjanna
á árunum eftir seinna stríð til óbeinnar umfjöllunar. Þegar Bandaríkin eiga í hlut
er „umferð“ menningaráhrifa og valds í vissum skilningi einstefna, líkt og Hall-
dór hefur rætt margoft í verkum sínum. Um merkingarauka umferðarhugtaksins í
þessu samhengi hefur Kristen Whissel rætt í Picturing American Modernity. Traffic,
Technology and Silent Cinema, Durham og London: Duke University Press, 2008.
Þar eru dregnar fram hliðstæður á milli afþreyingariðnaðarins og hinna margflóknu
kerfa nútímans, ekki síst samgöngukerfa.
38 Fyrir frekari umfjöllun um bandaríska stúdíótímabilið, sjá Björn Þór Vilhjálms-
son, „Saga bandarískra kvikmynda“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson,
Reykjavík, Forlagið og art.is, 1999, bls. 3–43, hér bls. 14–32.
39 Mikilvægt er að halda því til haga að hér er glímt við texta frá tveimur tímabilum
sem eru að mörgu leyti (gjör)ólík – bæði eru aðstæður í Hollywood-iðnaðinum
aðrar á ritunartíma Silfurtúnglsins en ritgerðarinnar um kvikmyndina bandarísku og
þá er Halldór ekki heldur sami höfundurinn, t.a.m. með tilliti til pólitískrar afstöðu.
Líkt og rætt er hér að framan er þó eðlilegt að ræða um ákveðna þróun í samhengi
við bandaríska kvikmyndaiðnaðinn, frekar en rof, og nægilega rík samsvörun er á
milli mikilvægra viðhorfa í greininni og leikritinu til að réttlæta umræðu um text-
ana í ákveðnu, afmörkuðu samhengi.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“