Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 180
179
Þrátt fyrir stefnufestu og sjónarmið sem eru stundum heldur óbilgjörn
hefur grein Halldórs um bandaríska kvikmyndaiðnaðinn þann höfuðkost
að tvinna saman kvikmyndagreiningu, stofnanagreiningu og samfélags-
greiningu – jafnvel sálgreiningu líka – á frumlegan og oft óvæntan máta.45
Annars vegar birtir Halldór bandarísku kvikmyndaverin sem hugmynda-
fræðileg stjórntæki sem gegna lykilhlutverki í varðveislu ríkjandi auð-
skipulags.46 Hins vegar eru sjálf sölutæki hugmyndafræðinnar, stjörnurn-
ar, gerðar bæði hlægilegar og aumkunarverðar. Douglas Fairbanks, einni
skærustu stjörnu þriðja áratugarins, er til dæmis lýst sem „heimsmeistara í
að hoppa yfir girðingar“ og Lon Chaney, „maðurinn með þúsund andlit-
in“ eins og hann var kallaður, er ánafnað sama titli nema í því að „ganga
á hækjum sér“.47 Gefið er í skyn að afurðir skilvirkustu og áhrifamestu
framleiðslumiðstöðvar menningar í heiminum, jafnt þá sem nú, séu þrátt
fyrir íburðarmikla umgjörð svo lítilfjörlegar að þær þættu vart boðlegar í
úrsérgengnu fjölleikahúsi.
Þessa sömu aðferð notar Halldór í Silfurtúnglinu til að lýsa starfsháttum
Universal Music Incorporated. Þar kemur í ljós að hinn virðulegi erindreki
nútímalegra viðskiptahátta og fjöldamenningar, Mr. Peacock, er einnig
þekktur sem „húsbóndi apamannsins“ en þar er vísað til sögufrægs sýning-
aratriðis sem hann áframseldi til Silfurtúnglsins (en leikritið dregur nafn
sitt af kabarettsönghúsi Feilans) þar sem apamaðurinn áðurnefndi vinnur
45 Umræðan um bandaríska leikstjórann Cecil B. DeMille, einn mikilvægasta leik-
stjóra þögla skeiðsins í bandarískri kvikmyndagerð, er besta dæmið um greiningu
af þessu tagi. Halldór ræðir þar sérstaklega kvikmyndina The Godless Girl (1929),
og nær sú umfjöllun yfir allan fjórða hluta ritgerðarinnar og hluta þess fimmta.
46 Orðalagið „hugmyndafræðileg stjórntæki“ er fengið úr þýðingu Egils Arnarsonar
á ritgerð Louis Althussers „Hugmyndafræði og hugmyndafræðileg stjórntæki
ríkisins. Rannsóknarpunktar“, Af marxisma, ritstj. Magnús Þór Snæbjörnsson og
Viðar Þorsteinsson, Reykjavík: Nýhil, 2009. Enda þótt hugtak Althussers eigi að
mörgu leyti prýðilega við hugmyndafræðilega greiningu Halldórs er rétt að setja
fram ákveðinn fyrirvara en hann er sá að Halldór dvelst í litlum vafa um að sjón-
arhorn sé mögulegt sem staðsett er utan hugmyndafræðinnar, og þar telur hann
vafalaust sjálfan sig staðsettan, en óvíst er hvort slíkt viðhorf samræmist kenningum
Althussers þótt hann slái sjálfur ákveðinni skjaldborg utan um það sem hann kallaði
„vísindalegan“ marxisma.
47 Rétt er að birta viðkomandi efnisgrein í heild sinni: „Samt skal ameríska kvikmynd-
in látin njóta sannmælis um það, að hún hefur uppalið snillínga í nokkrum fágætum
sérgreinum sem lítt voru tíðkaðar áður, frá Douglas Fairbanks heimsmeistaranum
í því að hoppa yfir girðíngar niður í heimsmeistara í því að ganga á hækjum eins
og Lon Chaney, og heimsmeistara í því að detta á rassinn eins og Harold Lloyd og
Harry Langdon.“ Halldór Laxness, Alþýðubókin, bls. 144.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“