Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 184
183
skilyrtur af tækni, stofnunum og kerfum á sama hátt og nútíminn.59 Anna
Jóhannsdóttir og Ástráður Eysteinsson lýsa hinu flókna ferli sem hér um
ræðir:
Um nokkurra áratuga skeið, um og eftir miðja síðustu öld, var veru-
legur hluti af íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins fólk sem hafði flust úr
sveitum eða öðru dreifbýli og komið sér fyrir í eða nálægt Reykjavík,
einmitt þegar höfuðborgarsvæðið festist í sessi sem óskoruð ‘miðja’
íslensks þjóðlífs í margháttuðum skilningi. Þetta var annar heimur
en sá sem fólk hafði kvatt, þar sem það hafði átt bernsku sína, kom-
ist til þroska, og jafnvel varið drjúgum hluta starfsævinnar, í nánd
við náttúruna […] Hlaut ekki heimsmynd þessa fólks að vera klofin
að einhverju marki?60
Að öllum líkindum hefur heimurinn sem saknað er aldrei verið til en það
dregur ekki úr mikilvægi hugmyndanna er liggja ímyndaðri tilveru hans til
grundvallar. Slíkar hugmyndir eru viðbragð við nútímanum og draga fram
efasemdir um framþróun og breytingar aldamótaáranna.
Í þessu óöryggi felst gróðavon Feilans. Hann er á höttunum eftir sýn-
ingaratriði sem kveður fram hugmyndir um það sem „glatast“ hefur í
tæknivæddum nútímanum, einhverju sem vélrænt borgarlífið hefur misst
sjónar á í öllu kraðakinu, hraðanum, samkeppninni og firringunni; list sem
ekki er „tóm þreyta“, svo vitnað sé í áðurnefnd orð Ísu, heldur náttúruleg,
án skrauts, skrums og verðmiða:
við þekkjum þessa rödd óðaren við heyrum hana; og við skiljum
hana umfram allar aðrar raddir loksins þegar hún ómar, af því að
það er insta röddin í okkur sjálfum; ég veit við munum þakka hana
að verðleikum, að minsta kosti allir þeir okkar í meðal, sem vita hvað
það er að hafa átt móður. Og við skynjum á samri stund að þessi
nafnlausa ófræga rödd úr utanveltuhreppsfélagi ellegar kaupstað-
artötri sem hefur einhvurnegin týnst á bakvið heiminn, líkt og þegar
maður týnir flibbahnappnum sínum á bakvið mubblu, fyrirgefið að
59 Um þetta fjallar Kristján B. Jónasson í samhengi við íslenskar bókmenntir og
kvikmyndir í greininni „Íslenska hjarðmyndin. Andstæður borgar og sveitar í 79 af
stöðinni og Land og synir“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík,
Forlagið og art.is, 1999, bls. 905–916.
60 Anna Jóhannsdóttir og Ástráður Eysteinsson, „Landflutningar. Nokkrar athuganir
á náttúrumenningu í íslensku borgarsamhengi“, Andvari, 2008, bls. 103.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“