Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 185
184
ég tilheyri þeirri kynslóð sem enn talar um flibbahnapp, – við skynj-
um, segi ég, að lága röddin sem er lægt og smæst allra radda, það er
hvorki meira né minna en rödd þess óútreiknanlega heimsfræga og
alþjóðlega vöðva sem heitir hjarta. Það er rödd konunnar sem fer að
mjólka kúna um það bil sem annað kvenfólk geingur út að mjólka
hanastélið, konunnar sem fer í ullarsokka og pokapils þegar lafð-
irnar eru komnar í taftkjól og nælonsokka með amerísku munstri
á hælnum; en um leið konunnar sem er mamma litla dreingsins í
kotinu sínu lága […]61
Ímyndin sem Feilan leitast hér við að áskapa Lóu er búin til úr þétt-
riðnu neti tilvísana en mikilvægast er hvernig fortíð og nútíð er stillt upp
í hugmyndalegu andstæðupari. Athyglin er fyrst dregin að kynferði Lóu
með því að útlista hversu ríkulega hún er búin „hefðbundnum“ kvenleg-
um eiginleikum á borð við nægjusemi, umhyggju, skyldurækni og látleysi.
Þungamiðjan er þó staða hennar sem móðir, það hvernig hún uppfyllir
frumskyldur allra kvenna, að ala og annast börn, af fumlausu ástríki.
Um leið styrkist tengingin sem sköpuð er milli hennar og náttúr-
unnar. Ekki er nóg með að Lóa búi í sveit, „utanveltuhreppsfélagi […] á
bakvið heiminn“, staðarlýsing sem skírskotar til eðlislægrar hlédrægni og
hógværðar, heldur er lögð áhersla á að ekkert sé „náttúrulegra“ en móð-
urhlutverkið, sem jafnframt er lagt að jöfnu við innsta kjarna mannlegs
eðlis („insta röddin í okkur sjálfum“). Dyggðir og gildi tvinnast því saman
við fullnægingu ákveðinna frumþarfa (þörf barns fyrir hlýju og öryggi)
og allt er þetta tryggilega staðsett í andstöðu við prjál og skemmtanafíkn
nútímans. Til að ábyrgjast áreiðanleika eigin orðræðu staðsetur Feilan
sjálfan sig jafnframt í andstöðu við nútímann með því að gera gamaldags
klæðnað sinn að umfjöllunarefni („fyrirgefið að ég tilheyri þeirri kynslóð
sem enn talar um flibbahnapp“). Flibbahnappurinn skírskotar ennfremur
til prúðmennsku og ákveðinnar fágunar án þess þó að kalla fram tengsl við
tilgerð eða prjál.
„allir fá eitthvað fyrir sitt hæfi þannig að enginn kemst
undan“62
Hjarðsæluorðræðan er hins vegar aðeins fyrir kúnnana. Þegar Feilan ræðir
við Lóu undir fjögur augu kveður við annan tón. „Það skal á hverjum degi
61 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 69–70.
62 Theodor Adorno og Max Horkheimer, „Menningariðnaður“, bls. 255.
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson