Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 186
185
vera ný mynd af yður í blöðunum og ný frétt,“ segir hann og er augljóslega
meðvitaður um mikilvægi fjölmiðla í mótun nýrrar stjörnu, „Við höfum
nefnilega hugsað okkur að skapa um yður fullkomið heimsæði; verald-
arbrjálæði“.63
Enda hefur Lóa ekki fyrr lokið fyrsta söngatriði sínu á fjölum
Silfurtúnglsins en fjölmiðlasirkús hefur að undirlagi Feilans myndast í
kringum hana. „Ég hef lifað marga listræna sigra um mína daga, herrar
mínir, en aungvan sem kemst í hálfkvisti við þennan hér,“ segir impresíó-
inn drjúgur og gefur svo fréttamönnunum eftir orðið sem óðmála láta
spurningarnar dynja á óundirbúinni og nær mállausri Lóu:64
1. sp.: Eruð þér óperusaungkona eða hvað?
2. sp.: Hvað eruð þér þúngar og hvað á maður að borða
til þess að geta orðið listamaður?
3. sp.: Sýngið þér dískant? Eða kunnið þér að sýngja millirödd?
4. sp.: Eruð þér nokkuð á förum til útlanda?
5. sp.: Eru svona strigapils móðins fyrir norðan?
6. sp.: Eruð þér kanski að hugsa um að halda konsert í París?
7. sp.: Eruð þér rómantísk? Eða eruð þér raunsæiskona?
8. sp.: Hvaða skoðanir hafið þér á hjónabandinu, sérstaklega
hvað snertir listakonur?
9. sp.: Hm, er hún gift, og hvurjum ætli hún sé gift?
10. sp.: Eruð þér nokkuð að hugsa um skilnað?
11. sp.: Hvað segið þér annars um alla þessa isma í listinni, frú?
12. sp.: Getið þér súngið hott?
13. sp.: Með leyfi hvaða álit hafið þér á Beethoven?65
Fyrirspurninar eru jafn ólíkar og þær eru margar og jafnframt blasir
við að um einhvers konar farsa sé að ræða. Framferði fjölmiðlamannanna
virðist hreinlega handahófskennt á köflum, sumar spurninganna eru fjar-
stæðukenndar, aðrar óþarflega nærgöngular en um leið hversdagslegar og
því e.t.v. ekki álitlegt fréttaefni (en vísa þess í stað hugsanlega til framkomu
svokallaðra „slúðurblaða“). Spyrjendur virðast sumir ekki hafa heyrt Lóu
syngja, t.d. sá sem spyr hvort rödd hennar sé yfir- eða millirödd – þótt þar
megi reyndar velta fyrir sér hvort mögulegt sé að spyrillinn einfaldlega
63 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 41, 99.
64 Sama rit, bls. 83.
65 Sama rit, bls. 83–84.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“