Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 189
188
streitu sakleysis og siðspillingar. Ballið er í árekstri við ferminguna, ekki
síst af því að gefið er í skyn að Lóa hafi neytt áfengis þegar hún fór út að
skemmta sér (sérríflaskan).71 Því fylgja ýmsar tengingar og merkingaraukar
sem undirfötin, sem eru jafnan hulin með öðrum fötum og af feimnishjúp,
en eru þarna hengd upp til sýnis, gefa byr undir báða vængi. Sú staðreynd
að um er að ræða nærbuxurnar og þær eru rauðar er markvisst útspil og er
ætlað að hrinda úr vör blætisdraumum og fantasíum, gera Lóu að vöru.
Stjarnan sem gerviviðburðurinn sýnir hefur með öðrum orðum lifað
miklum mun æsilegra lífi en frummyndin. Það að allt á sýningunni er upp-
spuni, innantóm sölumennska, sviðsetning á leikmunum og leikur með
ímyndir, er aukaatriði – eða öllu heldur frumforsenda sjónarspilsins.
„Hver hefur leyft yður þetta?“, spyr Lóa forviða.72 Óvænt svar Feilans
er að Lóa „hafi krafist þess“ að hann gerði ekkert minna en einmitt þetta
og Feilan hafi í raun „skuldbundið“ sig til að verða við óskum hennar.73
Er þar með nokkuð óprúttnum hætti vísað til samningsins sem Lóa gerði
við Silfurtúnglið þegar hún gekk til liðs við það en þar er tekið fram að
skemmtistaðurinn auglýsi nýju söngstjörnuna sína „með öllum tiltækileg-
um meðulum.“74
Sæti í röð
Brugðið er frekari birtu á kröfur hinnar nýju ímyndamenningar nokkru
síðar þegar Feilan heldur eina af sínum litríku tölum um listir og menn-
ingu:
Hin stóra list er í því fólgin að láta eingar persónulegar hömlur hefta
sig; vera reiðubúinn að kasta á markaðinn alveg hispurslaust öllu því
innilegasta og um leið algeingasta og sjálfsagðasta sem býr í sér-
hverjum menskum manni; klifra uppá líkneskið af Ingólfi Arnarsyni
ef á þarf að halda; og ótal hversdagslegir menn og konur koma
með aurana sína og kaupa sig inn til að sjá hversdagsleik sjálfra sín
blómstra í þessum eina sem guð gaf einlægnina til að tjá sig.75
Skírskotað er til rányrkju þjóðernishugsjónarinnar í sömu andrá og
vísað er til rómantískra hugmynda um listamanninn sem hinn útvalda, sem
71 Sérríflaskan er auðvitað skemmtilega tvírætt tákn hér, í ljósi þess að sérrí er alla
jafna ekki tengt við stífa drykkju.
72 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 92.
73 Sama rit, bls. 130.
74 Sama rit, bls. 93.
75 Sama rit, bls. 99.
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson