Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 191
190
þátta sem eru andhverfa þess sem ætla mætti að væru mikilvægustu eigindi
skemmti– og listafurða, þ.e.a.s. sértæk einkenni hins sjálfstæða verks og
einstaklingsbundin stílbrögð þeirra sem verkin skapa. Það er jú sérstaða
Lóu sem gerir hana eftirsóknarverða, sú staðreynd að ekki er enn búið að
fjöldaframleiða það sem hún skapaði og kallaði fram með söngtjáningu
sinni. Það fyrsta sem Feilan hins vegar gerir eftir að hann hefur tryggt
sér þjónustu Lóu er að breyta henni í verslunarvöru, og eyðileggja þannig
hvað sem það var sem heillaði þau Ísu.
Að slíkt sé eðli starfseminnar sem Feilan er í forsvari fyrir, að ekk-
ert sé í raun eftirsóknarvert nema það haldi sig „á spori sundurslitinna
hugrenningatengsla“, eins og Adorno og Horkheimer lýsa endurtekn-
ingarfíkn þeirri og klisjudýrkun sem leyst hefur af hólmi fagurfræðilega
staðla í menningariðnaðinum, er dregið haganlega fram með skírskotun
í táknkerfi sem í eðli sínu er bæði einsleitt og viðmiðasnautt, númer, eða
tölur sem raða í sæti.80 „Númerin“ sem troða upp á fjölum Silfurtúnglsins
starfa eftir áþekku kerfi, þau eru útskiptanleg tannhjól í vélvirki sem aldrei
tekur þau með í „reikninginn“, nema í árshlutauppgjöri. „Eruð þér ekki
farin að skilja það enn manneskja, að þér eruð númer?” hrópar Feilan á
Lóu þegar hann loks gerir sér grein fyrir því hversu illa hún passar inn í
fjölleikahúsinu.81
Rökvísi kerfa og stofnana sem hætt eru að sjá einu sinni móta fyrir
einstaklingum í hafsjó af gögnum og reiknijöfnum getur reynst hættuleg.
Og þá hefur ekki verið minnst á rökvæðingarferli lausnamiðaðrar vísinda-
hyggju, en þar gefur að líta grafreit siðferðislegra sjónarmiða, engu máli
skiptir hvort vandamál sem leysa þarf snúi að velferð samfélaga eða því að
búa til kjarnorkusprengjur. Dálítið eins og Universal Music Incorporated
sér engan mun á apamanninum og listsköpun, manngildishugsjónum og
skiptagildi, samfélagi og Silfurtúngli.
Borgarfuglar og strokusnáta
Í upphaflegum viðtökum verksins eru vangaveltur um þá þætti sem ráða
því að Lóa ákveður að reyna fyrir sér sem söngkona vandlega samofnar
leitarvélin Google er notuð til að leita að „sé eitthvað númer“ koma upp fjölmörg
dæmi, má þar nefna umfjöllun um lambhrútinn Teit: „Teitur er, eins og allir vita,
bara þriggja ára gamall en heldur samt stundum að hann sé eitthvað númer þar
sem hann er eina kindin á svæðinu.“ Sjá: https://kvikmyndir.is/mynd/?id=7705.
80 Theodor Adorno og Max Horkheimer, „Menningariðnaðurinn“, bls. 247.
81 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 67.
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson