Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 197
196
afslappað. Rúmum tveimur áratugum fyrir útkomu skáldsögunnar hafði
Halldór reyndar tekið þátt opinberlega í deilum um aðra birtingarmynd
kvenfrelsis: Drengjakollinn. Meðal þess sem Halldór bendir á er hvernig
hjónabandið getur reynst konum prísund, opinber stofnun sem lokar fyrir
aðra tilvistarmöguleika og umsvifarými sem þeim ættu að bjóðast: „Eftir
giftinguna varð [konan] að hírast heima meðan maðurinn var önnum kaf-
inn út í frá, við ýmis opinber störf í þágu þjóðar og menníngar; hún stóð,
mitt í krakkavaðnum og sópaði ryk af húsgögnunum eða gaf skipanir um
grautinn, sefasjúk, fáfróð og óljett.“97
Í Silfurtúnglinu má segja að kynferðisumfjöllun verksins nái suðupunkti
er vegferð Lóu ber hana loks á fund með Mr. Peacock til að ræða hvert
ferillinn stefnir, hvort hann geti hugsanlega liðsinnt henni upp á stjörnu-
himininn. Lóa verður þess hins vegar fljótlega áskynja að Peacock ætl-
ast til þess að hún sofi hjá sér til að fá samning, nokkuð sem hún er ekki
reiðubúin til að gera. „Ég er eingin þesskonar manneskja“, segir hún, en
aldrei fer á milli mála til hvers Mr. Peacock ætlast:98
Mr. Peacock (kínkar kolli til Lóu úr mikilli hæð)
Helló beibí (skoðar hana, tekur um hökuna á henni, lætur hana opna
munninn og skoðar í henni tennurnar, tutlar í hárið á henni, þuklar
hana hér og hvar og spyr) Ekta? (færir hana úr kápunni, tekur felling
í kjólinn hennar hér og hvar svo að vöxturinn komi betur fram, færir
hana úr skónum, þreifar á kálfum hennar, lyftir kjólfaldi hennar uppá
mitt læri).
Lóa (verst honum)
Hvað ætlið þér að gera! Hvernig dirfist þér!
Mr. Peacock
Þegar við fáum nýjar stelpur, þá erum við fyrst vanir að gánga úr
skúgga um að þær hafi ekki falskar tennur, falskt hár, fölsk brjóst,
fölsk læri, – ég prófa stundum hundrað á dag.
97 Halldór Laxness, „Drengjakollurinn og íslenska konan“, Morgunblaðið, 9. ágúst,
1925, bls. 5. Hér mætti að vísu setja fyrirvara við að stokkið sé aftur á þriðja áratug-
inn, en ritunartími leikritsins er auðvitað öndverður sá sjötti. Því er að svara að þótt
ákveðnar þjóðfélags– og viðhorfsbreytingar hafi átt sér stað á umliðnum tæpum
þremur áratugum hefur réttindabarátta kvenna ekki gengið hraðar en svo að því
miður er augljóst talsamband enn á milli málefnabaráttu og hugmynda þriðja
áratugarins og þess sjötta.
98 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 120.
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson