Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 200
199
skáldsagan til kynna að samfélagsskipan sem þessi muni hörfa og að lokum
víkja fyrir átroðningi nútímavæðingar og „heimsbakteríunnar“ en það er
með ákveðnum trega sem horft er til þeirrar framtíðar þótt dálítið grín sé
einnig gert að gamaldags bændum. En þótt Ugla og Lóa eigi sameiginleg-
an upprunann á landsbyggðinni er ekkert í Silfurtúnglinu sem minnir á
Fljótsdal, heimasveit Uglu. Það er ekkert traust viðmið til staðar sem nota
má til að kortleggja og fella dóma yfir siðferðilegri hnignun aðalpersón-
unnar.
En hvað með húsið litla í kaupstaðartetrinu sem týndist bakvið heiminn?
Eiginmaður Lóu, Óli, er ennfremur reiðubúinn til að fyrirgefa henni undir
lok leikritsins og opna dyrnar að heimili þeirra fyrir henni á nýjan leik:
Óli
Lóa, ég býð þér að taka þig heim aftur og sættast við þig og fyr-
irgefa þér.
Lóa
Þú fyrirgefa mér? – heimsfrægri konunni; konunni með stóra
samnínginn; konunni sem liggur með drotni apanna; konunni
sem er ráðin uppá ekkert minna en London, París og New York!
Ha ha ha! Segist ætla að fyrirgefa mér – og taka mig kanski heim
til sín í lítinn ógeðslegan og siðferðilega háttstandandi kaup-
stað þar sem freðandlitin með augun starandi vakta bakdyrnar en
útibúið framdyrnar.104
Venjan virðist vera að túlka þennan hluta af uppgjöri Lóu og Óla sem
birtingarmynd sjálfshaturs Lóu, orðin innantóm utan við táknrænan
þunga. Hún telji sig ekki verðskulda fyrirgefningu eða að stíga fæti inn á
siðsamt heimili á nýjan leik. Þá má reyndar rökstyðja slíka túlkun með því
að benda á það sem Lóa segir skömmu síðar: „Dettur þér í hug í alvöru að
ég eigi heima heima hjá mér daginn eftir? Heldurðu að það sé ekkert rétt-
læti til? Nei mitt heimili er gángstéttin. Ég mundi ekki rísa undir straffi
fyrirgefníngar þinnar.“105
Það er engin ástæða til að efast um að harmurinn blandist sjálfsásök-
unum, eftirsjá og ýmsu öðru. Um er að ræða svartnætti lífsins, allt er runn-
ið í sandinn og ekkert stendur eftir. Engu að síður verður að túlka orðræðu
sem alteins gat verið súkkulaði, kjötsúpa og brennivín. Og síðan stóð topptjald hér
á bakkanum þrjár síðsumarnætur.“ bls. 196.
104 Halldór Laxness, Silfurtúnglið, bls. 154.
105 Sama rit, bls. 155.
„TUNGLIð, TUNGLIð TAKTU MIG“