Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 201
200
Lóu í heild, og ef það er gert blasir tvennt við. Túlka má áfellisdóm Lóu
yfir sínum gamla heimabæ eins og áðan var gefið í skyn, sem birting-
armynd sjálfshaturs. Sé það gert, er yrðingu Lóu gefin tilfinningaleg vigt
en ekki vitsmunaleg, en það er einmitt merkingarsviðið sem feðraveldið
hefur ávallt eignað orðræðu kvenna.
Hin leiðin – sú sem farin er hér – er að taka því sem hún segir trúanlegt,
enda ekki í nokkurri mótsögn við það sem er sagt og gert í kjölfarið. Hægt
er að hafna siðferðilegum tvískinnungi „freðandlitanna“ og fordæma heim-
ili konunnar sem fangelsi, telja kaupstaðinn „ógeðslegan“, og kjósa jafn-
framt og í beinu framhaldi sjálfri sér þau örlög, eða refsingu, að leggjast út
(„mitt heimili er gángstéttin“). Lífi Lóu er lokið, þótt Óli skilji það ekki,
barnsmissirinn er auðvitað nóg til að slökkva lífsviljann í fólki sem ekki er
fyrir á vonarvöl, búið að freista gæfunnar með sjálft líf sitt og tapa, nú eða
sofa hjá og komast samt ekki á samning. Að sofa hjá og komast á samning
er þó ekki endilega að tapa samkvæmt leikritinu, þótt ríkjandi siðferðisvið-
mið myndu halda því fram. Það er ekki að tapa ef hátíðlegar móttökurnar
sem söngstjarnan Ísa fær í heimaþorpinu í fyrsta atriði leiksins eru hafðar í
huga, og það hversu sátt hún er við sitt hlutskipti út í gegnum verkið.
Hvað meinti Lóa þegar hún líkti húsinu rómantíska við dýflissu eða
fangelsi, þegar hún sagðist vöktuð hverja stund, líkt og í fangelsi? („freð-
andlitin með augun starandi vakta bakdyrnar en útibúið framdyrnar“).
Rifjum upp fyrsta hluta leiksins. Róri fylgir Lóu inn í hennar óþökk og
Óli kemur hlaupandi eins og skot, enda starfar hann í bankanum hinum
megin við götuna og er greinilega með heimilið í sjónmáli. Skömmu síðar
kemur faðir Lóu og gerir sig afar heimakominn, en „freðandlitin“ eru
auðvitað nágrannarnir. Ef eiginmannshlutverkið og föðurhlutverkið eru
hornsteinarnir í valdbeitingu feðraveldisins, líkt og rætt er hér að ofan, þá
má kannski segja að þröngt sé orðið á þingi fyrir Lóu í litla húsinu sínu.
Feðraveldið og dæmdur morðingi innanstokks og fyrir utan bíður forvitna
gildisnormið í formi þorpsbúanna, njósnandi.
Þegar um Silfurtúnglið er rætt og leitast er við að gera grein fyrir „boð-
skap“ þess eða merkingarvirkni virðast sjónir ummælenda beinast annað
hvort að pólitísku ávarpi leikritsins – hvernig lesa má það sem innlegg í
herstöðvarmálið – eða þá að umfjöllun þess um menningariðnaðinn er
skoðuð í samhengi við endalokin, án þess að tillit sé tekið til fyrsta þáttar.
Ef hann er skoðaður veikist hins vegar „tveggja heima“ lesturinn til muna
– hinn sanni heimur er hvergi til nema í orðræðu Feilans, er hann lýsir nos-
bJöRn ÞÓR vilhJÁlMsson