Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 205
204
dáður og hataður leiðtogi þeirra sem völdin tóku í miðri óreiðu og ráðleysi
heimsstyrjaldarinnar fyrri, gerðu „hina miklu öreigabyltingu“ árið 1917 og
stofnuðu Sovétríkin.
Einn af nánustu samstarfsmönnum Leníns framan af var Alexander
Bogdanov (1873–1928), læknir og fjölhæfur menningarviti, sem samdi og
gaf út árið 1908 þá staðleysuskáldsögu sem hér verður þýddur kafli úr og
nefnd hefur verið fyrsta bolshevikastaðleysan. Hún heitir Rauða stjarnan
(r. Krasnaja zvezda). Í þessari sögu fer höfundur þá leið að tengja saman
samtímaatburði, vísindaskáldsögu (lýst er ítarlega geimferð til Mars) og
hefðbundna staðleysu: á Mars er fyrir löngu búið að gera byltingu og koma
á hátæknivæddu sameignarríki. Og tilgangurinn er augljós: Bogdanov vill
hvetja samherja sína til dáða og áframhaldandi byltingarbaráttu. En þegar
sagan er rituð blæs ekki byrlega fyrir rússneskum byltingarvinum. Árið
1905 kom til uppreisna og átaka m.a. í helstu borgum Rússlands en þessi
„fyrsta rússneska bylting“ var bæld niður með hervaldi og lögregluofsókn-
um. Bogdanov var í hópi þeirra sem vildu samt ekki gefast upp – og var
reyndar svo harður á því að hafna ýmsu í viðleitni Leníns til að seilast til
áhrifa eftir nýjum (og „löglegum“ leiðum) að hann var með fylgismönnum
sínum rekinn úr flokki bolshevika (árið 1909) og átti þangað ekki aftur-
kvæmt. En hann var sem fyrr byltingarsinni og tók eftir stofnun Sovétríkj-
anna virkan þátt m.a. í forystu menningarbyltingar-hreyfingar sem nefnd
var Proletkúlt (Öreigamenning).
Víkjum aftur til skáldsögu Bogdanovs og ársins 1908. Leonid heitir hin
rússneska aðalpersóna sögunnar og hefur tekið þátt í bardögum og ósigr-
um byltingarinnar 1905. Maður nokkur leitar vinskapar við hann og býður
honum til þátttöku í tilraun til geimferðar. Á daginn kemur að maður þessi
er Marsbúi og ferðinni er heitið til þeirrar „rauðu stjörnu.“ Þegar á leiðinni
kynnist Leonid ýmsum áhrifamönnum á Mars, sem vilja kynna fyrir hon-
um þá framtíð í sameignarþjóðfélagi sem hann og félagar hans á Jörðinni
láta sig dreyma um. Þið eruð að berjast fyrir framtíðina, segir Marskonan
Netti, sem síðar verður ástkona Leonids, en „til að berjast fyrir framtíðinni
verður þú að þekkja hana og til þess ertu hingað kominn“.
Marsbúar hafa fyrir nokkrum öldum gert sína byltingu og Leonid
kynnist því hvernig þeir hafa alið alla samfélagsþegna upp í samvinnu,
ósérplægni og samhygð. Hvernig Marsbúum hefur tekist með réttu skipu-
lagi og vísinda sigrum að stytta vinnutímann niður í 4-6 stundir, hvernig
menn ganga til margskonar verka eftir tilmælum frá einskonar tölvubúnaði
ÁRni beRgMann