Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 206
205
sem veit hvar vinnuafls er þörf. Niðurstaðan er sú að allir vinna sem best
þeir geta af fúsum vilja og fá allt sem þeir þurfa í peningalausu þjóðfélagi.
Þetta þjóðfélag elur börnin upp í sérstökum barnanýlendum, hafnar trúar-
brögðum, býr við nokkuð frjálsar ástir, jafnrétti kynjanna og tækniundur á
borð við flugsamgöngur (og geimferðir!), einskonar sjónvarp, hljóðritanir,
talmyndir og fleira, auk þess sem menn gefa hver öðrum blóð sér til hress-
ingar og langlífis.
Bogdanov fer með öðrum orðum í fótspor margra annarra staðleysu-
höfunda með lýsingu á útópísku samfélagi þar sem helstu vandamál eigin
samtíðar virðast leyst og þá einkum þau sem tengjast grimmd og sérhyggju
í kapítalísku þjóðfélagi. En sagan rúmar margt fleira. Hún gerir ekki ráð
fyrir því að Marsbúar hafi leyst úr öllum vanda – og þar með er gefið til
kynna að Jarðarbúar muni heldur ekki geta það þótt þeir geri sína bylt-
ingu. Eftir sem áður glímir mannkynið við afleiðingar af eigin framförum:
það kemur á daginn að Marsbúar glíma við offjölgun (m.a. vegna framfara
í læknavísindum), þeir hafa gengið mjög á auðlindir sínar, spillt náttúru,
eytt skógum, tæmt námur, einkum þær sem gefa af sér geislavirkt „and-
efni“ sem þeir nota til orkuvinnslu og efnabreytinga. Hér gerist Bogdanov
framsýnn svo um munar: margt af því sem Marsbúar hafa áhyggjur af er á
dagskrá í samfélögum okkar tíma, hundrað árum síðar, þegar deilt er um
sambúð manns og náttúru. Það kemur og á daginn að Marsbúar hafa boðið
jarðarbúanum Leonid til sín sumpart vegna þess að þeir eru að velta því
fyrir sér hvort þeir séu ekki tilneyddir til að leita sér „nýlendna“ á Jörðinni
sem er miklu stærri pláneta og auðugri en Mars og vilja kynna sér sem best
viðhorf eins af hinum framsæknustu jarðarbúum.
Mikið af þessum áhyggjuefnum um framtíð eftir byltingu kemur fram í
þeim kafla sögunnar sem hér fer á eftir. Leonid hefur komist yfir hljóðritun
af fundi áhrifamanna á Mars um lausnir vandans og þar er einna fróðleg-
ast að skoða ræður tveggja þeirra, Sterni, sem er nokkuð svo kaldrifjaður
rökhyggjumaður, og Netti, vinkonu Leonids. Sterni færir að því rök að
eina leiðin sé að Marsbúar leggi Jörðina undir sig og eyði mannkyninu
með öllu. Í hans máli kemur Bogdanov að ugg sínum um hroka framfar-
anna: Sterni er talsmaður menningar sem telur sig miklu æðri menningu
og lífsháttum vanþróaðra Jarðarbúa og þar með í fullum rétti til að útrýma
svo gallaðri manntegund og gagnslausu lífi hennar. Um leið er honum falið
að viðra ýmsar áhyggjur Bogdanovs af því að tilraunir hans eigin samtíðar
til að skapa samstöðu um sósíalíska byltingu á Jörðinni hljóti að mistakast.
RúSSNESKAR STAðLEYSUR FYRIR OG EFTIR BYLTINGU