Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 208
207
ar þess að heimar hans og hennar eigi eftir að sameinast í fagurri framtíð
tvennskonar mannkyns.
II
Árið 1920, þrem árum eftir byltingu í Rússlandi, skrifaði Jevgení Zamjatin
(1884-1937) staðleysusögu af annarri tegund en sú var sem Bogdanov setti
saman 1908. Bogdanov lýsti framtíð fagurri og góðri – að vísu á Mars og
með nokkrum efasemdum um að bylting í samfélagi geti leyst allan vanda
mannkyns. En Zamjatin skrifar eftir rússneska byltingu eina frægustu af
mörgum neikvæðum staðleysum, dystópíum, sem settar voru saman á lið-
inni öld og þá fyrstu sem sprettur af illum grun um það hvert það nýja
samfélag stefndi sem verða skyldi til í ættlandi hans.
Zamjatin átti það sameiginlegt með Bogdanov að hafa verið virkur
meðlimur í byltingarflokki Leníns meðan keisari réði enn ríkjum í landi
þeirra. Hann er byltingarvinur en skáldsaga hans Við (r. My) er þó eitt
fyrsta dæmið um bókmenntalega uppreisn frá vinstri í sovéskum veruleika.
Zamjatin óttast snemma að í sjálfu tilkalli bolshevika Leníns til að þeir
einir hefðu náð tökum á réttum og vísindalegum skilningi á samfélaginu
felist háskalegur möguleiki á því að bæði bókmenntirnar og mannlíf allt
verði keyrt undir ok alræðis – í nafni hinnar fögru framtíðar. Hann lætur
sína illu staðleysu eiga sér stað eftir sex aldir – en þótti þegar árið 1920
hafa séð undarlega margt fyrir af því sem átti eftir að einkenna valdatíma
Stalíns síðar meir. Meðal annars gífurlega leiðtogadýrkun, altækt eftirlit
með hverjum þegni ríkisins, grimma tortímingu allra raunverulegra og
hugsanlegra andstæðinga, viðsnúning hugtaka sem gerir frelsið að böli,
aftökur að fagnaðarhátíð, kosningar að ískyggilegum skopleik. Margt af
þessu er skýrt dregið fram í þeim köflum sögunnar sem hér fara á eftir.
Skáldsaga Zamjatins nærist að sönnu á fleiri fyrirbærum: m.a. ótta við alls-
herjar vélvæðingu starfs og mannlífs í nafni öfgafullrar nytjahyggju sem
fleiri höfundar „vondra“ staðleysulýsinga hafa gengið með. En það sem
mestu skiptir í sögu Zamjatins er vissulega illur grunur hans um framtíð
byltingar í eigin landi.
Við er látin gerast eftir að mannkynið hefur farið langt með að tortíma
sjálfu sér í sífelldum styrjöldum allra gegn öllum. Afganginum hefur í eins-
konar byltingu verið smalað saman í Sameinaða Ríkinu, borg undir gler-
himni sem einangruð er frá afganginum af jörðunni með Græna veggnum
sem enginn má stíga út fyrir. Í þessu mannfélagi er búið að þurrka ein-
RúSSNESKAR STAðLEYSUR FYRIR OG EFTIR BYLTINGU