Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 209
208
staklinginn út eða því sem næst í þágu stærðfræðilega útreiknaðrar ham-
ingju heildarinnar (stíll sögunnar er reyndar mjög mengaður hugtökum úr
stærðfræði og öðrum raunvísindum). Eintök af mannfólki bera öll sama
einkenningsbúning (únifur), ganga undir númerum en ekki nöfnum, lifa
eftir klukku í einu og öllu: marséra saman í vinnuhléum, éta saman gervi-
fóður, mæta sem einn í aftökur og fróðleikserindi. Allir búa í glerhúsum svo
„Verndararnir“ (þeas. leynilögreglan) geti alltaf fylgst með þeim og mega
þá aðeins láta tjöld falla fyrir glerið að þeir hafi fengið bleika skömmtunar-
seðla hjá yfirvaldinu – ávísanir á samfarir. Þeir fáu sem sýna afbrigðilega
hegðun eru settir í heljarmikinn rafmagnsstól (Vél Velgjörðamannsins) og
leystir upp við músík, skáldskap og fögnuð lýðsins.
D-503 segir söguna, verkfræðingur sem stjórnar smíði geimskips fyr-
ir Sameinaða Ríkið. Að formi til er þetta dagbók sem ætluð er lesendum
framtíðarinnar, kannski þeim sem geimskipið kann að finna á öðrum plán-
etum. Eins og fram kemur í textanum sem hér fer á eftir á D í mikilli tog-
streitu. Hann vill lifa í öryggi og „hamingju“ Ríkisins – en hann hefur tekið
alvarlegan „sjúkdóm“. Hann er að „eignast sál“, og það er tengt því að
kona ein, I-330, freistar hans til persónulegra ásta eða ástríðu – hann hefur
upplifað í örmum hennar eitthvað allt annað en hann hingað til þekkti í
skipulögðu skömmtunarkynlífi. Hann vill hana eina – í anda gamallar, úr-
eltrar og heimskulegrar ástar sem blandin er afbrýði og annarri þjáningu.
D er tilbúinn til að fylgja I og hjálpa henni þegar á daginn kemur að hún
er í leynisamtökum manna sem kenna sig við fjandann Mefistó (MEFI) og
ætla sér að ræna geimskipinu og brjóta glervegginn. Uppreisnin hefst á
Degi Eindrægninnar svo sem lesa má hér á eftir – og I fagnar því mest að
nú er hið þekkta, fyrirsjáanlega úr sögunni og óvissan sæla tekur við.
Uppreisnin mistekst að vísu í þeim skilningi að D reynist of bundinn
heimi Velgjörðamannsins til að fylgja I og öðrum úr MEFI til úrslitaátaka.
Hann lætur skera úr sér ímyndunaraflið svo hann verði eins og góðir þegn-
ar eiga að vera og horfir án geðshræringa á það hvernig I er pínd til dauða.
Ekki er þó útséð um að MEFI sé úr sögunni. Þrátt fyrir þessi málalok vakn-
ar sú hugsun í lesanda, að þótt Zamjatin lýsi vonbrigðum með „sína“ bylt-
ingu og fari með illspár um framtíðina þá leiti hann sér um leið sérstæðrar
huggunar í von um að engin bylting sé hin síðasta, að alltaf muni finnast
menn sem rísa gegn ríkjandi ástandi, hve öflugt og ósigrandi sem það kann
að sýnast. Sögunni er aldrei lokið. Skáldsagan Við er um alræðið – en hún
nær út fyrir einfaldar andstæður frelsis og ófrelsis og kemur að mörgu í til-
ÁRni beRgMann