Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 212
211
hvergi að kynda undir þessa glæstu framtíðardrauma sem virkja skyldu til
dáða alþýðu manna og þá ekki síst ungt fólk. Sem fyrr sagði: staðleysan er
alltaf á dagskrá. Ekki síst í bókmenntunum – sem hið nýja pólitíska vald
vildi beita fyrir sig í uppeldi nýrra kynslóða.
Að vísu finnum við ekki mörg dæmi þess að sovéskir höfundar hafi
reynt í verkum sínum að bregða upp heildstæðri mynd af því hvernig hin
góða framtíð kommúnismans mundi líta út. Miklu heldur reyna þeir að
lýsa samtímanum, því sem er – en draga inn í hann það sem verða skyldi,
þá framtíð sem væri í burðarliðnum. Færa staðleysuna nær með öðrum
orðum. Sá er einmitt kjarni máls í stefnuskrá sósíalrealismans, sem verður
opinber stefna í sovéskum bókmenntum upp úr 1930 og sameina skyldi
alla sovéska rithöfunda. Það kom í hlut Maxíms Gorkí að gera grein fyrir
þessu „raunsæi“ í mikilli ræðu á stofnþingi Sovéska rithöfundasambandsins
árið 1934.
Sósíalrealisminn skyldi verða einskonar blanda af raunsæishefð í túlkun
samtíðarinnar og rómantískum framtíðardraumum. Lýsa í senn heiminum
eins og hann er og lesandinn kannast vel við og um leið möguleikum á því
að breyta honum til hins betra með því að tefla fram í skáldverkum þeim
hetjum í lífi og starfi sem á undan ganga og hvetja aðra með frammistöðu
sinni í glímu við erfiðleika til að verða „nýir menn.“ Staðleysueinkenni
þessa fagnaðarerindis í skáldskap koma glöggt fram í ræðu Gorkís en þar
segir til dæmis: „Sósíalískt raunsæi staðfestir veruleikann sem athöfn, sköp-
un sem hefur að markmiði stöðuga þróun verðmætustu einstaklingsbund-
inna hæfileika mannsins í þágu sigurs hans yfir náttúruöflunum, í þágu
heilbrigðis hans og langlífis, í þágu hinnar miklu hamingju að lifa á jörð-
inni, sem hann ætlar – í samræmi við sívaxandi þarfir sínar – að rækta alla
og gera að fögrum híbýlum mannkynsins, sem allt mun sameinað í eina
fjölskyldu.“
Í anda þessarar pólitísku nytjahyggju skyldu rithöfundarnir verða eins-
konar „verkfræðingar sálarinnar“ eins og Stalín komst að orði. Þeir sem
því kalli hlýddu brugðu á ýmis nýmæli sem voru forvitnileg að því leyti að
skrifaður var fjöldi skáldsagna sem gerðu vinnuna, framleiðsluna, glím-
una við tæknina að þungamiðju verkanna. Eitt slíkt er frá 1932, Áfram
tími (r. Vremja vpjerjod) eftir Valentin Katajev. Þar er að finna sögumynst-
ur sem þá sætir enn nokkrum tíðindum en á fljótlega eftir að breytast í
síendurtekna „sósíalrealíska“ klisju. Sagan gerist á einum sólarhring
í stáliðjuveri sem verið er að reisa í úralfjöllum. Einn af vinnuflokk-
RúSSNESKAR STAðLEYSUR FYRIR OG EFTIR BYLTINGU