Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 214
213
öfugum formerkjum. Þeir lýsa samtíðinni – en láta þá túlkun afhjúpa ósk-
hyggju og falska bjartsýni á framtíð manns og þjóðfélags. Þeir tengja hver
með sínum hætti „það sem er“ við dystópíu, við illa staðleysu – þótt einatt
sé sú aðferð hálfvegis falin, líklega í von um að verk þeirra sleppi í gegnum
ritskoðun, sem í reynd varð æ strangari og óbilgjarnari eftir að komið var
fram á valdatíma Stalíns.
Hundshjarta heitir stutt skáldsaga eftir Búlgakov frá árinu 1925. Pró-
fessor Preobrazhenskí og aðstoðarmenn hans vinna það afrek að græða
í hund heiladingul og eistu af dauðum manni, sem reyndar var ekki upp
á marga móralska fiska. Hundurinn tekur vel við og breytist í einskonar
mann. Þessi vísindafantasía er í senn byggð á því að um þetta leyti eru vís-
indamenn farnir að velta fyrir sér tilraunum með líffæraflutninga, löngu
áður en þeir voru í raun framkvæmanlegir, og svo á gömlu stefi sem kenna
má við „lærisvein galdramannsins“ sem missir tökin á sinni þekkingu með
herfilegum afleiðingum. En um leið verður sagan af hinum umbreytta
hundi öðrum þræði að lævísu háði um þau áform byltingarþjóðfélags-
ins sovéska að skapa nýja og betri menn með sínum samfélagsvísindum.
Mann-hundurinn, sem Sharikov er nefndur, reynist hafa tekið í arf verstu
eiginleika þess drykkfellda þrjóts sem líffærin voru úr tekin, hann magnar
sjálfan sig í hverskyns fólsku og í því umhverfi sem hann er lentur í bætir
hann síðan á sig grófu lýðskrumi í anda bolshevismans. Hann telur sig
arðrændan „öreiga“ í húsi vísindamannsins og gerist svo háskalega frekur
til valds og fríðinda að Preobrazhenskí sér þann kost vænstan að breyta
honum aftur í hund. Ekki að furða þótt þessi saga gæti ekki komið á prent í
Sovétríkjunum fyrr en um það leyti að þau liðu undir lok eða 1987.
Sömu örlög biðu eins helsta verks einhvers nafntogaðasta stílsnillings
sovét tímans í rússneskum bókmenntum, Andrejs Platonovs. Einmitt árið
1987 gat í fyrsta sinn komið út á prenti í Rússlandi skáldsaga hans Hús-
grunnurinn (r. Kotlovan) sem var fullskrifuð árið 1930.
Í stuttu máli sagt sýnir Húsgrunnurinn staðleysu snúast upp í martröð:
dystópían sigrar. Ólíkir menn, flestir þó leitandi að lífsskilningi og tilgangi
með amstri sínu undir sólunni, hafa slegist í flokk manna sem grafa grunn
að stórri byggingu sem á að hýsa „öreiga“ svæðisins sem þar muni lifa í
bræðralagi og eindrægni. En þessi „fögru híbýli mannkyns“ svo vísað sé til
orða Gorkís, rísa ekki af grunni. Verkamenn og verkstjórar og tæknimenn
grafa og grafa, grunnurinn stækkar og stækkar, þessi mikla hola gerir sig
líklega til að sjúga úr þeim allan þrótt og enginn veit af hverju eða til hvers.
RúSSNESKAR STAðLEYSUR FYRIR OG EFTIR BYLTINGU