Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 216
215
ljós árið 1929, ári áður en þetta vígreifa baráttuskáld pólitískrar bjartsýni
framdi sjálfsmorð. Leikritið heitir Veggjalúsin (r. Klop). Fyrri hluti þess ger-
ist í samtíð skáldsins. Við kynnumst ungum manni úr öreiganna stétt, Pris-
ypkin, sem er farinn að kalla sig Skripkin. Hann er í þann veginn að snúa
baki við félögum sínum og kærustu úr byltingunni, því honum finnst tími
til þess kominn að hann fái að lifa flott. Því hyggst hann kvænast til fjár
og þæginda inn í smáborgarafjölskyldu þar sem enn er að finna velmegun
þeirra sem græddu á NEP, því blandaða hagkerfi sem til varð á fyrstu árum
Sovétríkjanna. Skáldið sparar hvergi dár og spé í lýsingu á brúðkaupsveisl-
unni – sem endar í slagsmálum og eldsvoða sem verður öllum að bana
nema brúðgumanum. Skripkin hefur flúið niður í kjallara og þegar ískalt
vatn úr dælum slökkviliðsins nær þangað breytist hann í ísklump.
Seinni hluti leiksins gerist svo fimmtíu árum síðar, árið 1979. Við fram-
kvæmdir í fögru og hátæknivæddu samfélagi kommúnismans sem þá er
kominn á um heim allan, finnst Skripkin frosinn og er það samþykkt með
einskonar sjónvarpsatkvæðagreiðslu um allan heim að hann skuli endurvak-
inn til lífsins – ásamt með veggjalús sem fraus með honum. Bæði eru þau
útdauð tegund í þeirri fögru framtíð sem Majakovskí lýsir. Þar er allt há-
tæknivætt, hreint og gerilsneytt, skynsamlegt og jákvætt – en um leið er
margt undarlega dystópískt við þá staðleysu sem við blasir. Þar eru allir
lestir horfnir – en ekki aðeins drykkjuskapur, klám í kjafti og tóbaksreyk-
ingar, heldur og ástar rómantík (ástin er ekki skynsamleg tilfinning), dans og
gítarglamur við væminn söng. Og allt er orðið einkennilega leiðinlegt, enda
er sem einstaklingurinn sé horfinn með öllum „löstum“ fortíðarinnar. Eini
lifandi maðurinn sem er eftir á sviðinu reynist vera sá skelfilegi „obyvatelius
vulgarius“ (smáborgararuddi) sem vakinn hefur verið úr dvala. Og svo bregð-
ur við að hann reynist ótrúlega áhrifamikill. Þeir sem unnu að því að gefa
Skripkin líf smitast af áfengisgufum frá honum (en talið er nauðsynlegt að
búa til eitthvað áfengt handa honum) og fara sjálfir að drekka, aðrir reykja,
ungar stúlkur eigra um dansandi í væminni ástarvímu eftir að hafa heyrt
fulltrúa hinnar útdauðu manntegundar glamra rómönsur á gítar. Viðbrögð
þeirra sem ekki smitast af biti þessarar mannlúsar eru þau að einangra hann
í búri þar sem hann er hafður til sýnis með bjór sínum, tóbaki og dægurlög-
um. En samt er talið nauðsynlegt að reisa um hann einangrunarvegg sem
m.a. síar út sóðalegan munnsöfnuð Skripkins svo enginn heyri formæling-
ar hans. Og hvað sem líður óbilandi fordæmingu Majakovskís á „smáborg-
aranum“ sem reynist svo skelfilega háskalegur framtíðarútópíunni – þá fer
RúSSNESKAR STAðLEYSUR FYRIR OG EFTIR BYLTINGU