Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 221

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 221
220 okkur. Fyrst vopn þeirra eru nú þegar mun fullkomnari en verkfæri þeirra þá munu framfarir í tortímingartækni ná sér þeim mun hraðar á skrið. Um leið munu þeir leita að og finna tækifæri til að hefja stríð fyrirvaralaust og ef þeim tekst það munu þeir valda okkur miklu og óbætanlegu tjóni eins þótt hverju stríði ljúki með okkar sigri. Auk þess getum við ekki útilokað þann möguleika að þeir kæmust með einhverju móti að leyndarmáli okkar aðalvopns. Þeir þekkja nú þegar geislavirk efni og gætu lært það af okkur hvernig hraða má upplausn þeirra eða þá að vísindamenn þeirra uppgötv- uðu þá aðferð af eigin rammleik. En þið vitið að sá sem á sér slíkt vopn og verður nokkrum mínútum fljótari til en andstæðingurinn hlýtur að útrýma honum. Og það er í þessu dæmi jafn auðvelt að tortíma háþróuðu lífi og lífi á frumstigi. Hvernig mundi líf félaga okkar verða innan um allar þessar hættur og í þessari eilífu bið? Ekki aðeins mundi öll gleði lífsins eitruð heldur mundi sjálfum lífsháttum okkar spillt og þeir færðir á lægra stig. Inn í líf þeirra mundi smám saman smjúga tortryggni, hefndarhugur, eigingjörn sjálfs- verndarþráhyggja og sú grimmd sem henni hlýtur að fylgja. Þessi nýlenda mundi ekki lengur vera okkar nýlenda eftir að hún hefði breyst í hervætt lýðveldi, umkringt sigruðum og ávallt fjandsamlegum þjóðum. Ítrekaðar árásir og fórnir sem þeim fylgja mundu ekki aðeins vekja upp hefndarhug og fólsku sem afskræma mundu þá mannsmynd sem okkur er kær, heldur neyða okkur til að láta af sjálfsvörn og hefja sókn sem engu eirir. Að lokum yrðum við eftir langt hik og kvalafulla og gagnslausa sóun á kröftum óhjá- kvæmilega að komast að þeirri niðurstöðu sem við, vitibornar verur sem sjáum framvindu atburða fyrir, hljótum að komast að nú þegar í byrjun: stofnun nýlendu á Jörðinni krefst algjörrar útrýmingar mannkynsins. (Skelfingarkliður fer um hundruð áheyrenda og úr honum skerst rödd Netti, hvell og reið). Þegar kyrrð kemst aftur á heldur Sterni áfram. Við verðum að skilja nauðsyn þessa og horfast í augu við hana undan- bragðalaust, hve grimmúðleg sem hún sýnist. Við eigum um tvennt að velja: annarsvegar stöðvast framþróun okkar siðmenningar eða við tortím- um lífi á Jörðunni sem er okkur framandi. Enginn þriðji valkostur er til. (Rödd Netti: „Það er ekki satt!“) Ég veit hvað Netti á við þegar hún nú mótmælir orðum mínum og ég skal þá kryfja til mergjar þennan þriðja möguleika sem hún mælir með. Hér er um að ræða tilraun til að enduruppala sem skjótast Jarðarbúa í sósíalisma, áætlun sem við vorum höll undir ekki alls fyrir löngu en ég tel alexandeR bogdanov
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.