Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 226
225
sjálfvöktum voldugum kröftum hennar hefur tekið að þróast meðvitund
sem hefur í grimmri og erfiðri baráttu lyft sér af lægri stigum upp á æðri
stig og loks náð mennskum formum sem eru náskyld þeim sem við þekkj-
um. En þessi form eru önnur en okkar, í þeim endurspeglast og þjappast
saman saga annarrar náttúru, annarrar baráttu, undir þeim leynast önnur
náttúruöfl, í þeim felast aðrar andstæður og aðrir þroskamöguleikar. Sá
tími hefur runnið upp þegar mögulegt er í fyrsta sinn að sameina hinar
tvær miklu lífslínur. Ímyndið ykkur alla þá nýju fjölbreytni, allt það æðra
samræmi sem hlýtur að verða til við þessa sameiningu! Samt er sagt við
okkur: lífið í alheimi er eitt og þess vegna hljótum við ekki að flétta það allt
saman heldur tortíma hluta þess.
Þegar Sterni benti okkur á það hve ólíkt mannkyn Jarðar er okkur, saga
þess, siðir og sálarlíf með allt öðrum hætti, hrakti hann um leið kenningu
sína betur en ég gæti gert. Ef Jarðarbúar væru alveg eins og við í öllu nema
hvað varðar þróunarstig, ef þeir væru sama fólkið og forfeður okkar voru á
tímaskeiði kapítalismans hjá okkur, þá væri hægt að fallast á rök Sterni: það
væri vit í því að fórna lægra þróunarstigi fyrir hið æðra, hinum veiku fyrir
hina sterkari. En Jarðarbúar eru ekki þannig, þeir eru ekki aðeins á lægra
og veikara menningarstigi en við – þeir eru öðruvísi en við og því getum
við eftir að hafa útrýmt þeim ekki komið í staðinn fyrir þá í alheimsþróun-
inni. Við munum aðeins með vélrænum hætti fylla sjálfir upp í þá eyðu
sem við hefðum þá skapað í ríki lífsformanna.
Hinn raunverulegi munur á okkar menningu og þeirri jarðnesku er ekki
fólginn í villimennsku og grimmd Jarðarbúa. Villimennska og grimmd eru
ekki annað en hverfular birtingarmyndir þeirrar almennu öfgafullu sóunar
sem á sér stað í því þróunarferli sem einkennir allt líf Jarðar. Þar hefur bar-
áttan fyrir tilverunni heimtað meiri orku og spennu, náttúran þar hefur
án afláts skapað mun fleiri form en við þekkjum og um leið hafa mun
fleiri þeirra orðið sjálfri þróuninni að bráð. Og öðruvísi gat ekki farið, því
þegar á allt er litið tekur Jörðin við frá sjálfum lífgjafanum, Sólinni, átta
sinnum meiri geislaorku heldur en okkar hnöttur. Af þeim sökum er sáð
til og dreift svo miklu af lífi um Jörðina, þess vegna verða til svo margar
þversagnir í fjölbreytileika lífsforma hennar og þess vegna er það svo erfitt
og þjáningarfullt og stórslysum blandið að leysa úr þessum þversögnum.
Í jurtaríkinu og dýraríkinu hafa milljónir tegunda barist af hörku og útrýmt
hver annarri mjög hratt og um leið lagt með lífi sínu og dauða sitt fram til
mótunar nýrra, fullkomnari og samræmisfyllri tegunda. Það sama á við um
ríki mannsins.
RAUðA STJARNAN (BROT)