Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Blaðsíða 230
229
Jevgení Zamjatín
Við (brot)
24ða færsla
Drög: Takmörk fúnksjónar. Páskar. Strika yfir allt
Ég er eins og vél sem látin er ganga á mesta snúningshraða: kúlulegurnar
orðnar glóðheitar, ein mínúta enn og bráðinn málmur lekur niður í dropa-
tali og allt – út í auðn og tóm. Sem fyrst – kalt vatn, meiri rökvísi. Ég helli
úr einni fötu af annarri, en rökfræðin hvissar á sjóðheitum kúlulegum og
dreifist um loftið í ógreinilegri hvítri gufu.
Nújá, þetta er augljóst: til að komast að raunverulegri þýðingu fúnk-
sjónar þarf að fara út á ystu mörk hennar. Og það er ljóst að þessi fárán-
lega „upplausn í alheimi“ frá því í gær er dauðinn, þegar komið út að ystu
mörkum. Því dauðinn er einmitt það að ég leysist algjörlega upp í alheimi.
Þar af leiðir að ef við látum „A“ tákna ást og „D“ dauðann þá er A – f(D),
það er að segja ást og dauði....
Já einmitt. Einmitt þess vegna óttast ég I, ég berst við hana, ég vil ekki.
En hvers vegna lifir þetta „ég vil ekki“ og svo „mig langar“ í mér hlið við
hlið? Hrollvekjan er einmitt sú, að ég þrái aftur þennan ljúfa dauða frá
því í gær. Skelfingin er einmitt sú að meira að segja nú þegar hin rökrétta
fúnksjón hefur verið integreruð, þegar augljóst er að hún með dulbúnum
hætti felur dauðann í sér, þrái ég hana samt með vörum mínum, höndum,
bringu, hverjum millimetra...
Á morgun er Dagur Eindrægninnar. Þar verður hún vitanlega líka, ég
mun sjá hana, en aðeins úr fjarska. Það verður sárt úr fjarska, vegna þess
að ég þarf... mig dregur óviðráðanlega... til að ég sé við hlið hennar, til að
hendur hennar, axlir, hár hennar.... En ég vil meira að segja þennan sárs-
auka – komi hann bara.
Ó þú mikli Velgjörðamaður! Hvílík fásinna – að þrá sársauka. Hver er
sá að hann skilji ekki að sárir, neikvæðir samleggjandi þættir minnka þá
summu sem við köllum hamingja. Og þar af leiðir...
En engu að síður: það er ekkert „þar af leiðir“. Það er á hreinu. Nakið.
Ritið 3/2017, bls. 229–237