Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Side 231
230
Um kvöldið:
Gegnum glerveggi hússins kemur sem vindhviða æsilega rósrautt og
ískyggilegt sólarlag. Ég sný hægindastólnum þannig að þetta rósrauða fyr-
irbæri hangi ekki framan í mér, ég fletti færslunum og ég sé að aftur hef ég
gleymt því að ég skrifa ekki fyrir sjálfan mig heldur fyrir ykkur sem ég ekki
þekki, sem ég elska og vorkenni, fyrir ykkur sem eruð einhversstaðar á ráfi
í fjarlægum öldum þarna niðri.
Nokkur orð um Dag Eindrægninnar, um þennan mikla dag. Mér hefur
alltaf þótt vænt um hann, allt frá því ég var barn. Mér virðist sem hann
sé okkur eitthvað í líkingu við það sem „Páskar“ voru fyrir fornmenn. Ég
man að daginn fyrir hátíðina gerði maður sér almanak stundanna og svo
strikaði maður hátíðlega út hverja klukkustund sem leið: þá var hátíðin
einni stundu nær, einni stundu skemur að bíða... Ef ég væri viss um að eng-
inn sæi til, þá mundi ég, já mér er eiður sær, einnig núna bera um allt með
mér svona almanak og fylgjast með því hvað langt væri til morgundagsins,
þegar ég fæ að sjá... þótt ekki verði nema úr fjarska....
(Ég var ónáðaður komið var með nýja únífu, beint af saumastofu. Okkur
eru eins og venja er til afhentar nýjar únífur fyrir þennan dag. Fótatak
frammi á gangi, gleðihróp, annar hávaði.)
Ég held áfram. Á morgun mun ég sjá þá sömu sjón sem endurtekur sig
á hverju ári en er í hvert sinn áhrifasterk með nýjum hætti. Hina voldugu
skál samstöðunnar, upplyftar hendur í andakt. Á morgun er árlegur kjör-
dagur Velgjörðamannsins. Á morgun afhendum við Velgjörðamanninum
enn á ný lyklana að óvinnandi virki hamingu okkar.
Að sjálfsögðu er þetta ekki líkt hinum ruglingslegu og óskipulögðu
kosningum fornmanna þegar – þótt hlægilegt sé – sjálf niðurstaða kosn-
inganna var ekki einu sinni þekkt fyrir. En hvað getur verið fáránlegra en
að byggja ríki eins og blindandi á fullkomlega óútreiknanlegum tilvilj-
unum? En samt reyndist þurfa margar aldir til að menn skildu þetta.
Það er varla þörf á því að taka það fram að einnig í þessu efni getur hjá
okkur ekki verið um neitt svigrúm að ræða fyrir tilviljanir, ekkert óvænt
getur verið til. Og sjálfar kosningarnar hafa einna helst táknræna þýðingu:
þær minna á að við erum einn voldugur líkami úr milljónum frumna, að
við erum sameinuð Kirkja eins og komist var að orði í Guðspjalli hinna
fornu. Vegna þess að saga hins Sameinaða Ríkis þekkir ekki eitt einasta
dæmi þess að þótt ekki væri nema ein rödd dirfðist að spilla hinum stór-
fenglega samhljómi.
Jevgení ZaMJatín