Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Qupperneq 232
231
Sagt er að fornmenn hafi haldið kosningar með einhverskonar leynd,
hafi farið huldu höfði eins og þjófar, því er meira að segja haldið fram að
þeir hafi mætt á kosningahátíðir sínar rækilega grímuklæddir (ég get rétt
ímyndað mér þessa kynlegu og drungalegu sjón: nótt, torg, verur sem læð-
ast með veggjum í dökkum kuflum, rauðir eldar frá blysum sem vindurinn
slær niður....) Ekki hefur enn tekist að skýra til fulls hvernig á öllu þessu
leynimakki stóð, líklegast er þó að menn hafi tengt kosningarnar við ein-
hverja dularfulla hjátrúarsiði, jafnvel glæpsamlega. En við höfum ekkert að
fela eða skammast okkar fyrir: við höldum kosningar hátíðlegar opinskátt,
heiðarlega og að degi til. Ég sé hvernig allir greiða Velgjörðamanninum
atkvæði sitt, allir sjá hvernig ég kýs Velgjörðamanninn – og getur það
öðruvísi verið fyrst „allir“ og „ég“ erum sameinað „VIð“. Miklu er þetta
meira göfgandi, hreinskilnislegra og æðra en hugleysis – þjófalaunung
fornmanna. Svo er þetta margfalt haganlegra en hjá þeim, þjónar betur
tilgangi sínum. Því jafnvel þótt við gerðum ráð fyrir því sem ekki er mögu-
legt, það er að segja einhverjum mishljómi í hinum venjulega samhljómi,
þá eru Verndararnir ósýnilegu hér á meðal okkar, þeir geta um leið tekið
niður númer þeirra sem hafa lent á villigötum og bjargað þeim frá næstu
villuskrefum og Sameinaða Ríkinu frá þeim sjálfum. Og að lokum er eitt
enn...
Gegnum vegginn til vinstri, frammi fyrir spegildyrum skáps er kona
að hneppa únifu frá sér í flýti. Og eina sekúndu sé ég ógreinilega: augu,
varir, tveir rósrauðir bendlar. Síðan fellur rennitjaldið, í mér finn ég um
leið allt sem var í gær og ég veit ekki að „loksins er eitt enn“ og ég vil ekki
hugsa um það, vil það ekki! Ég vil eitt: I. Ég vil að hún sé hverja mínútu,
hverskonar mínútu, alltaf, með mér – aðeins með mér. Og þetta sem ég
var nú að skrifa um Eindrægnina, það er allt óþarft, ekki það sem vera ætti,
mig langar til að strika allt út, rífa í tætlur, henda. Vegna þess að ég veit
(helgispjöll kannski, en þannig er þetta), ég veit að hátíð er aðeins með
henni, aðeins þegar hún er við hlið mér, öxl við öxl. En án hennar er sólin
á morgun ekki annað en lítill hringur úr blikki og himinninn blámálað
blikk og sjálfur er ég...
Ég gríp símann.
I, ert þú þarna?
Já, af hverju hringirðu svona seint?
Kannski ekki of seint. Mig langar til að biðja þig.... ég vil að þú sért
með mér á morgun. Elskan mín....
VIð (BROT)