Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 233
232
Ég segi „elskan mín“ mjög lágt. Og einhverra hluta vegna bregður
fyrir því sem gerðist í morgun í loftskipaskýlinu: til gamans var klukka
lögð undir hundrað tonna hamar – sveifla eins og vindhviða í andlitið – og
hundraðtonna blíðleg og hljóðlát snerting við brothætta klukkuna.
Þögn. Mér finnst ég heyri þar í herbergi I einhvern hvísla. Síðan heyri
ég rödd hennar:
Nei, það get ég ekki. Þú hlýtur að skilja; sjálf mundi ég... Nei, ég get
það ekki. Hvers vegna? Þú sérð það á morgun.
Nótt
25ta færsla
Drög: Stigið af himni ofan. Mesta stórslys sögunnar.
Endalok hins þekkta
Áður en byrjað var og allir stóðu upp og yfir höfðum okkar tók að blakta
hægt og hátíðlega sparlakið mikla, með öðrum orðum lofsöngurinn úr
hundruðum lúðra Músíkverksmiðjunnar og milljónir mannsradda tóku
undir þá gleymdi ég öllu smástund, gleymdi einhverju kvíðvænlegu sem I
hafði sagt um hátíðina í dag, gleymdi víst meira að segja henni sjálfri. Ég
var nú sami drengurinn og sá sem einhverntíma fyrir löngu hafði grátið
yfir litlum bletti á únifunni, smábletti sem hann einn tók eftir. Kannski sér
enginn í kringum mig að á mér eru svartir þvottheldir blettir, en ég veit þó
vel að ég á ekki skilið að vera hér innan um öll þessu galopnu andlit. Bara
ég gæti staðið upp núna og æpt upp með andköfum allt um sjálfan mig.
Látum svo endalokin koma, já komi þau bara! – en eina sekúndu gæti mér
fundist ég hreinn og hugsanalaus eins og þessi barnslega blái himinn.
Öllum augum var lyft þangað, upp: í morgunblámanum óspillta sem
enn hafði ekki þerrað tár næturinnar sást með naumindum lítill blettur,
ýmist dökkur eða klæddur í geisla. Þetta var Hann að stíga niður til okkar
af himni ofan, hinn nýi Jehóva í flugvél, alveg eins vitur og grimmur í ást
sinni eins og Jehóva fornmanna. Með hverri mínútu sem líður kemur hann
nær og æ hærra til móts við hann lyftast milljónir hjartna – og nú er að því
komið að Hann sér okkur. Og með honum lít ég í huganum í kringum mig
ofan frá og sé mjóar bláar punktalínur dregnar um sammiðjuhringi áhorf-
endapallanna, eins og hringi í kóngulóarvef sem stráð er yfir örsmáum
sólum (það er glampinn frá númeraplötunum) og í miðju vefsins mun
Jevgení ZaMJatín