Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Page 234
233
nú setjast Köngulóin hvíta og vitra – Velgjörðamaðurinn hvítklæddi, sem
hefur bundið okkur á höndum og fótum með heilnæmum möskvum ham-
ingjunetsins.
En nú er lokið stórfenglegri niðurstigningu Hans af himni ofan, lúðrar
sem blésu frá sér lofsöngnum eru þagnaðir, allir hafa sest – og um leið
skildi ég: allt er í rauninni ofur fíngerður köngulóarvefur, hann er þaninn
og titrar og á hverri stundu getur hann rifnað og eitthvað ótrúlegt ger-
ist...
Ég lyfti mér lítið eitt í sætinu og leit í kringum mig og mætti ástríku og
um leið kvíðnu augnaráði sem hljóp manna í milli. Þarna lyfti einn hendi
og með smáhreyfingu fingranna sem varla var hægt að greina gefur hann
öðrum merki. Og þarna sé ég svarmerki gefið með fingri. Og annað...
Ég skildi að þetta voru þeir, Verndararnir. Ég skildi að eitthvað olli þeim
áhyggjum, vefurinn er þaninn og titrandi. Og ég finn að í mér svarar sams-
konar skjálfti eins og ég sé viðtæki stillt á sömu bylgjulengd.
Uppi á sviði var skáld að lesa kosningadrápu, en ég heyrði ekki eitt
einasta orð, ekki annað en taktvísan slátt hexameturspendúlsins og með
hverjum slætti var sem nær færðist einhver tilsettur tími. Og ég held með
hitasóttarákefð áfram að fletta eins og blaðsíðum einu andliti eftir annað í
sætaröðunum, og enn sé ég ekki eina andlitið sem ég leita að og ég verð að
finna það sem fyrst því að nú tikkar pendúllinn aftur og þá....
Þarna er hann vitaskuld. Fyrir neðan mig renna rósrauðir eyrnavængir
framhjá sviðinu eftir glampandi gleri og hlaupandi líkaminn er tvísveigður
í bókastafinn S – hann var að flýta sér eitthvað inn í óreglulega gangana
milli áhorfendapallanna.
S og I – einhver þráður (mér finnst alltaf einhver þráður á milli þeirra,
ég veit ekki enn hver hann er en einhverntíma mun ég greiða úr honum).
Ég festi augun á honum en hann valt eins og hnykill lengra og lengra og
dró þráðinn á eftir sér. Þarna nam hann staðar, já og...
Eins og eldingu sló mig háspennustraumur sem rak mig í gegn og
beygði í keng. Í okkar röð, aðeins 40 gráðum frá mér, nam S staðar og laut
fram. Ég kom auga á I og við hlið hennar sat R–13 með glott á sínum við-
bjóðslegu negravörum.
Fyrsta hugsunin var að hendast þangað og æpa til hennar: „Af hverju
ertu með honum í dag? Af hverju vildirðu ekki það yrði ég?“ En köngulóar-
vefurinn ósýnilegi og holli hafði rígbundið hendur mínar og fætur, ég sat
þungur sem járn með samanbitnar varir en hafði ekki af þeim augun. Eins
VIð (BROT)