Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2017, Síða 235
234
og núna fann ég sáran sting í hjarta. Ég man að ég hugsaði: Ef að líkamleg-
ur sársauki getur átt sér ólíkamlegar orsakir, þá er það víst að....
Því miður tókst mér ekki að ljúka við ályktunina, ég man bara að
sem snöggvast brá fyrir einhverju um „sálina“, fram hjá barst meining-
arlaust fornt orðtak: „sálinni sló í hæla niður“. Og ég stirðnaði upp.
Hexametursóðurinn var þagnaður. Nú byrjar.... hvað?
Hefðbundið fimm mínútna hlé fyrir kosningarnar sjálfar. Hefðbundin
kosningaþögn. En nú var hún ekki sú raunverulega andaktuga bænaþögn
sem hefðin bauð, nú var hún eins og hjá fornmönnum þegar þeir enn ekki
þekktu rafhlöðuturnana okkar, þegar „þrumur“ geisuðu enn á ótömdum
himni. Nú var eins og fyrir þrumuveður hjá fornmönnum.
Loftið var úr gagnsæju steypujárni. Mann langaði til að anda galopnum
munni. Heyrnin er yfirspennt svo að það er sárt þegar hún skráir niður:
einhversstaðar fyrir aftan mig er ískyggilegt hvísl eins og mýs nagi eitt-
hvað. Niðurlútum augum sé ég allan tímann þessi tvö – I og R – hlið við
hlið, öxl við öxl, og á hnjám mér titra þessar framandi loðnu og hötuðu
hendur mínar.
Allir halda á númeraspjöldum með úrskífum á. Ein. Tvær. Þrjár... Fimm
mínútur og frá sviðinu berst járnþung og seinmælt rödd:
Þá sem eru „með“ bið ég að lyfta hendi.
Ef ég nú gæti horft í augu Hans hiklaus og tryggur eins og áður: „Hér
er ég. Allur. Taktu við mér!“ En nú dirfðist ég ekki að reyna það. Ég lyfti
hendinni með erfiðismunum eins og öll liðamót hefðu ryðgað.
Kliður frá milljónum handa. Einhver bældi niður stunu. Og ég finn að
eitthvað er byrjað, eitthvað var að falla allt hvað af tók, en ég skildi ekki
hvað, og ég hafði enga krafta... og þorði ekki að gá að því.
Hver er „á móti“?
Þetta var alltaf stórkostlegasta augnablik hátíðarinnar: allir sitja hreyf-
ingarlausir sem fyrr og hneigja glaðir höfuð sín undir ok Númers allra
Númera. En mér til skelfingar heyrði ég aftur klið, hann var léttur eins
og andvarp en heyrðist samt betur en lúðrablásturinn áður þegar lofsöng-
urinn var fluttur. Þannig andar manneskjan í síðasta sinn á ævinni, svo
veikt að varla heyrist, en allt um kring fölna andlit, kaldur sviti sprettur
fram á öllum ennum.
Ég lyfti augum – og....
Þetta var hundraðasti partur úr sekúndu, eins og örmjótt hár. Ég sá að
þúsundum handa var sveiflað upp, „á móti“, svo féllu þær aftur. Ég sá fölt
Jevgení ZaMJatín