Saga - 2010, Page 5
F o R M Á L I R I T S T J Ó R A
Hver er svona þokkafull og afslöppuð fyrir framan ljósmyndavélina og
fædd árið 1869 á Möðruvöllum í Hörgárdal? Það er Sigrún Sigurðardóttir
sem leiðir okkur í sannleikann um myndina af stúlkunni sem prýðir forsíðu
vorheftis Sögu árið 2010, þegar um það bil 60 ár eru liðin frá því að tímaritið
leit fyrst dagsins ljós, eiginlega án kápu enda hugsað sem hluti af hefti. Frá
árinu 1960 var kápan skreytt með handriti Íslendingabókar en árin 1977 til
1983 með gömlu Íslandskorti römmuðu inn í einhvers konar kompás. Frá
og með hefti ársins 1984 var hins vegar byrjað að myndskreyta hverja kápu
fyrir sig og fyrstur á forsíðu var Guðbrandur Þorláksson biskup. Í þessum
tuttugasta og öðrum árgangi Sögu birtist líka grein eftir konu, í fjórða skiptið
frá upphafi hvorki meira né minna. Þetta var grein Ólafíu einarsdóttur um
stöðu kvenna á þjóðveldisöld. Ólafía varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka
doktorsprófi í sagnfræði, tíunda konan af tæplega tvö hundruð síðan 1918
til að hljóta heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands, en Saga birtir í þessu
hefti erindin sem flutt voru við þá athöfn, sem fram fór í nóvember árið
2009.
Ýmsir nafnkunnir einstaklingar — og önnur þekkt fyrirbæri eins og eld-
fjallið katla — hafa prýtt forsíðu Sögu á eftir Guðbrandi, meðal annarra
Tryggvi Gunnarsson, Jón Sigurðsson, knútur ríki konungur Dana og engla,
Jón Aðils, Sigríður í Brattholti og tónlistarfólkið olufa Finsen, Páll Ísólfsson
og Jón Leifs. og líka núverandi forseti Íslands, stígandi út úr gljáfægðri
svartri forsetabifreiðinni í þröngu Fischersundinu á leið í aldar afmæli
Sögufélags, í þann veginn að taka í útrétta hönd forseta félagsins á meðan
starfsmaður þess fylgist með. Heldur óvenjulegt myndefni á forsíðu sagn -
fræðitímarits.
en að efni þessa vorheftis. Spurning Sögu varðar sögulegar rætur 26.
greinar stjórnarskrárinnar, sem kveður á um vald forseta til að synja laga-
frumvarpi staðfestingar. Auk þess að varpa ljósi á forsögu þessa ákvæðis og
ólíkan skilning á því í tímans rás, má ætla að svör sérfræðinganna sem hér
birtast geti orðið innlegg í umræðu um endurskoðun stjórnarskrárinnar og
framtíð forsetaembættisins.
Greinar þessa vorheftis eru tvær. Sú fyrri er eftir Davíð Ólafsson og
fjallar um alþjóðlega strauma í rannsóknum á handritamenningu síðari alda
og hvernig þær rannsóknir geta nýst til skilnings á íslenskri bókmenningu
eftir siðaskipti. Sú síðari er eftir Rósu Magnúsdóttur og fjallar um íslenskar
ferðalýsingar á Sovétríkjunum. Í nýjum bálki Sögu sem nefnist „Sögur og
tíðindi“ birtast tvær greinar. karl Aspelund skrifar um handrit að ferðabók
um Ísland sem nýlega fannst í bókasafni í Bandaríkjunum og Ingólfur
Ásgeir Jóhannesson segir okkur frá þjálfun bandarískra geimfara á Íslandi
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 5