Saga - 2010, Page 10
sem orðin nái aldrei yfir. Ljós myndin felur í sér fleiri upplýsingar og
meiri sannleika um augnablikið sem hún varðveitir en orðin sem
koma eftir á og við notum til að skilgreina það sem myndin birtir
okkur. en hvað segir það okkur? er þá tilgangslaust og ef til vill
merkingarlaust að tala um einstakar ljósmyndir? Geta orðin fært
okkur nýjan sannleika um það sem fyrir augu ber, opnað fyrir nýjar
hugmyndir, nýja vitneskju?
orðin birta okkur veruleikann á annan hátt en ljósmyndin. Þegar
ég horfi á ljósmyndina af elínu Haf stein sé ég unga stúlku með fall eg
augu og þokkafullan munnsvip. en ég sé líka fleira. Ég sé fyrir mér
líf ungrar konu á síðari hluta 19. aldar. Ég velti því fyrir mér hvort
afslappaðir andlitsdrættirnir og einbeitt augnaráðið endurspegli vel-
megun og drauma sem verði að veruleika. Drauma um að verða
eitthvað, um að mennta sig, um að hafa marktækar skoðanir, um að
eignast mann og kannski fjögur börn, um að ferðast, verða rík, eða
í það minnsta verða eitthvað, hvað svo sem í því felst. Ég ímynda mér
að elín Hafstein sé rétt rúmlega tvítug þegar myndin er tekin. og
nú leita ég í texta til að reyna að átta mig á því hvaða draumar og
hvaða veruleiki býr á bak við þessi djúpu augu sem horfa á okkur
aftan úr straumi tímans líkt og þau hafi merka sögu að segja.
elín Hafstein fæddist 2. febrúar árið 1869.3 kannski fæddist hún á
sólríkum vetrarmorgni, kannski ekki. kannski var slabb, myrkur og
drungi þegar hún var borin í þennan heim. Hún var tíunda barn
föður síns, Péturs Havsteen amtmanns, og áttunda barnið sem
móðir hennar, kristjana Gunnarsdóttir, fæddi. Þegar elín fæddist
áttu foreldrar hennar sex börn á lífi. Árið 1875, þegar elín var sex
ára, dó faðir hennar en hann hafði bæði átt við drykkju og geðræn
vandamál að stríða.4 elín ólst upp hjá móður sinni í samheldnum
systkinahóp. Skuggi veikinda setti þó áfram svip á fjölskyldulífið.
Þegar elín var sextán ára lést Soffía systir hennar og árið 1894 dóu
tvær systur hennar með stuttu millibili. Jóhanna dó úr hjartveiki 26
ára en Lára, sem var ári eldri, dó úr lungnabólgu. Þetta sama ár fór
elín ásamt kristjönu móður sinni til kaupmannahafnar til að hafa
sigrún sigurðardóttir10
3 Allar upplýsingar um fæðingar- og dánardaga fjölskyldumeðlima eru sóttar í
æviágrip Péturs Havsteen á heimasíðu Alþingis. Sjá Vef. http://www.althingi.
is/altext/thingm/1702120008.html, sótt 2. mars 2010.
4 Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur. Ævisaga Hannesar Hafstein (Reykjavík:
Mál og menning 2005), bls. 21–66.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 10