Saga - 2010, Side 11
eftirlit með Marinó bróður sínum, sem var drykkjumaður mikill en
átti að læra í Höfn og verða eitthvað.5 elín notaði tækifærið í kaup -
mannahöfn og settist líka á skólabekk. Fjórum árum síðar var hún
orðin barnakennari í Hafnarfirði.6 Ári síðar trúlofaðist hún einni
helstu vonarstjörnu íslensku þjóðarinnar, Lárusi H. Bjarnasyni.
Lárus var skipaður sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
þetta sama ár, 1894, en síðar varð hann bæði háskólaprófessor, rektor
Háskóla Íslands og hæstaréttardómari.7 elín ákvað að verða eftir í
Reykjavík þegar Lárus fór vestur. Hún hafði verið slæm af berklum
síðustu árin og nú reið á að ná heilsu. Móðir hennar, sem misst hafði
tvær ástkærar dætur á þessu ári, mátti ekki til þess hugsa að missa
líka yngstu dóttur sína og þá einu sem var á lífi. Hún lagði því allt
undir, hunsaði allar fortölur og þær elín lögðu af stað út í heim með
gufuskipinu Lauru í byrjun desember árið 1894. Tæplega tveim ur
mánuðum síðar fréttist af þeim mæðgum í bænum Mentona á
frönsku rivíerunni, ekki langt frá landamærum Ítalíu. Loftslagið var
milt og hugsanlega leið elínu betur. Þær dvöldu í evrópu fram á
sumarið. Í maí héldu þær til Sviss og þaðan til kaupmannahafnar.
Þær komu aftur til Reykjavíkur þann 15. júlí 1895 eftir rúmlega sjö
mánaða dvöl erlendis.8
Tæplega þremur vikum síðar gengu þau elín og Lárus í hjóna-
band. Hún flutti til hans í Stykkishólm og kristjana móðir hennar
fór með henni.9 Í bréfi sem Lárus skrifaði Hannesi Hafstein mági
sínum þann 20. október árið 1895 segir hann elínu, sem hann kallar
raunar ellu, vera með frískara móti.10 ekki kemur fram í bréfinu að
elín hafi verið ólétt en sú var þó raunin. Jóhanna kristín fæddist í
maí árið 1896. Hún var tæplega níu mánaða þegar elín varð aftur
þunguð. Pétur Hafsteinn fæddist í nóvember árið 1897.11 elín og
elín: ljósmynd af konu 11
5 Marinó Hafstein varð að lokum sýslumaður í Strandasýslu. Sjá Vef. http://www.
heimastjorn.is/fyrsti-radherrann/Hannes-Hafstein, sótt 2. mars 2010.
6 Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur, bls. 228 og 232–233.
7 Íslenzkar æviskrár. Frá Landsnámstímum til ársloka 1940. III. bindi (Reykjavík: Hið
íslenzka bókmenntafélag 1950). Sjá enn fremur Vef. http://www.althingi.is/
cv.php4?nfaerslunr=399, sótt 2. mars 2010.
8 Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur, bls. 240 og 242–243.
9 Sama heimild, bls. 243.
10 Lbs. 4789–4791 4to, Lárus H. Bjarnason til Hannesar Hafstein, 20. október 1895.
11 Upplýsingar um fæðingar- og dánardaga í fjölskyldu Lárusar H. Bjarnasonar
eru sóttar á heimasíðu Hæstaréttar. Sjá Vef. http://www.haestirettur.is/control/
index?pid=360&nr=29, sótt 9. febrúar 2010.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 11