Saga - 2010, Síða 12
Lárus eignuðust tvö börn á tæplega 18 mánuðum. Þrátt fyrir það
setti heilsuleysi elínar strik í reikninginn. Hún var áfram mjög þjáð
af berklaveiki og í byrjun ágúst árið 1900 skrifaði Lárus Hannesi:
„elín er mjög þungt haldin, en kraptarnir eru þó ekki þrotnir enn.“12
elín Hafstein dó úr lungnatæringu þann 26. ágúst árið 1900. Hún
var þá 31 árs. einar Benediktsson orti eftirfarandi erfiljóð eftir
elínu:13
Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökka straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
Jarðarför elínar fór fram í Reykjavík þann 13. september árið 1900.
kristjana móðir hennar bjó áfram hjá Lárusi í Stykkishólmi og
hugsaði um börnin tvö, sem voru aðeins tveggja og fjögurra ára
þegar elín lést. Af börnum þeirra Péturs og kristjönu voru aðeins
þrjú á lífi árið 1900, Hannes, Marinó og Gunnar.14 Hannes, sem fjór-
um árum síðar varð ráðherra Íslands, samdi frið við Lárus mág sinn
eftir andlát elínar, en þeir höfðu lengi eldað grátt silfur saman.
Tveimur mánuðum eftir andlát elínar skrifaði Lárus: „Jeg veit, að
elínu minni fjell illa sundurþykkja okkar, og sá hún þó ekki eða
heyrði brjef þín 18. f.m. Það var óþarfi að taka það fram, að hún ætti
ekki að sjá það. Mjer lánaðist ekki að geta sagt henni, að við værum
fullsáttir, en nú vil jeg gjöra að hennar vilja samt, og rjetta þjer hönd
mína móti þinni hendi, sem þú rjettir mjer í Majskrifinu.“15
elín dó 31 árs að aldri, skildi eftir sig tvö lítil börn, elskaðan eigin-
mann, aldraða móður, fullt af minningum og nokkrar ljósmyndir.
ekki er vitað með vissu hvenær portrettmyndin sem birtist nú á
forsíðu Sögu er tekin, en ég ímynda mér að það hafi verið haustið
1894, stuttu áður en elín sigldi með móður sinni til að leita sér lækn-
inga við Miðjarðarhafið. Ég ímynda mér að Lárus sýslumaður hafi
haft myndina uppi á vegg á heimili sínu í Stykkishólmi og ef til vill
hafi líka verið til lítið nisti með þessari sömu ljósmynd. Nisti sem
sigrún sigurðardóttir12
12 Lbs. 4789–4791 4to, Lárus H. Bjarnason til Hannesar Hafstein, 1. ágúst 1900.
13 Þetta kvæði má finna í bók Guðjóns Friðrikssonar, Ég elska þig stormur, bls. 288.
14 Guðjón Friðriksson, Ég elska þig stormur, bls. 287, 297 og 347.
15 Lbs. 4789–4791 4to, Lárus H. Bjarnason til Hannesar Hafstein, 17. nóvember
1900.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 12