Saga - 2010, Síða 17
Þegar Danakonungur afsalaði sér einveldi um miðja 19. öld
áskildi hann sér rétt til að neita að staðfesta lagafrumvörp sem
samþykkt höfðu verið á danska þinginu. Samkvæmt dönsku stjórnar -
skránni frá 1849 hafði konungur þannig óskorað vald til að aftra því
að frumvörpin tækju gildi sem lög. Þegar við Íslendingar þáðum
fyrstu stjórnarskrá okkar að gjöf frá konungi, árið 1874, fékk Alþingi
vald til að samþykkja frumvörp til laga um þau mál sem nefnd voru
„hin sjerstaklegu málefni Íslands“. Á sama hátt og í Danmörku voru
frumvörpin hins vegar háð staðfestingu konungs þannig að hann
gat í raun komið í veg fyrir að þau tækju gildi sem lög hér á landi.
Það gerðist líka alloft í lok 19. aldar og allt til ársins 1914 að kon-
ungur beitti þessu valdi sínu gagnvart Alþingi og kæmi þar með í
veg fyrir framgang mála sem þingið vildi leiða í lög á þessum tíma.
eitt af þeim atriðum sem taka þurfti afstöðu til við stofnun
lýðveldis árið 1944 var hvort þjóðhöfðingi hins nýja lýðveldis ætti
að fá sama vald og konungur til að synja lagafrumvarpi staðfesting-
ar. Þótt konungur hefði þá ekki neytt þessa réttar síns um langt ára-
bil var engan veginn sjálfgefið að þjóðkjörinn forseti myndi láta hjá
líða að beita þessu valdi gagnvart Alþingi. Meðal annars af þeim
sökum taldi sú nefnd sem samdi frumvarpið til lýðveldisstjórnar-
skrár ekki fært að veita forseta algert synjunar vald. Í stað þess að
afnema það, sem að sjálfsögðu kom til álita, var lagt til að forseti
fengi rétt til að skjóta lagafrumvarpi, sem þingið hefði samþykkt, til
sam þykktar eða synjunar þjóðarinnar í sérstakri þjóðaratkvæða -
greiðslu. ekki yrði þó um að ræða frestandi neitunarvald, heldur
skyldi frumvarpið öðlast lagagildi þrátt fyrir að forseti synjaði því
staðfestingar.2
Þar eð sú skipan sem lögð var til var harla óvenjuleg, ef ekki
einstæð, voru að vonum skiptar skoðanir um hana þegar frumvarp
til nýrrar stjórnarskrár kom til kasta Alþingis í ársbyrjun 1944. Á
þeim tíma sat að völdum utanþingsstjórn og lagði forsætis ráðherra
hennar, Björn Þórðarson, fram þá breytingartillögu að forseta skyldi
fengið frestandi synjunarvald, þ.e. vald til að fresta því með synjun
sinni að lagafrumvarp öðlaðist gildi sem lög fyrr en þjóðin hefði
samþykkt það í þjóðaratkvæða greiðslu. Var þessi breytingartillaga
samþykkt í neðri deild þingsins, en hins vegar felld naumlega í efri
deild.3 Fór því svo að lokum að fyrrgreind tillaga stjórnarskrár-
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 17
2 AlþingistíðindiA 1944, þskj. 1.
3 Alþingistíðindi A 1944, þskj. 94, 132 og 161, B, d. 100, 120 og 139.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 17