Saga - 2010, Síða 18
nefndar var samþykkt og hljóðar 26. grein stjórnar skrárinnar þar af
leiðandi svo:
ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir
forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum
eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.
Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó
engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem
kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu
til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau
gildi sínu.
eins og lýst hefur verið hér að framan, hafa allt frá upphafi verið
skiptar skoðanir um þetta stjórnarskrárákvæði. Hvað sem líður deil-
um um réttmæti þess leikur enginn vafi á því að það er í eðli sínu
lýðræðislegt vegna þess að það veitir lýðræðis lega kjörnum þjóð -
höfðingja heimild til að tempra vald meirihluta alþingismanna með
því að bera frambúðargildi laga, sem þingið hefur samþykkt, undir
atkvæði þjóðar innar, beint og milliliðalaust. Á hinn bóginn er
ákvæðið sem fyrr segir harla óvenjulegt og jafnframt ófullkomið,
enda hefur menn greint á um hvernig beri að túlka það, einkum hin
síðustu ár.
Ákvæðið í 26. gr. stjórnarskrárinnar er í fullu samræmi við 2. gr.
hennar, þar sem svo er fyrir mælt að forseti og Alþingi fari saman með
lög gjafar valdið. Þrátt fyrir það hefur verið um það deilt meðal fræði -
manna hvort sú ákvörðun forseta að synja lagafrumvarpi staðfesting-
ar, án atbeina ráðherra, sé stjórnskipulega gild. eftir að Ólafur Ragnar
Grímsson ákvað árið 2004, fyrstur forseta í sögu lýðveldisins, að beita
því valdi sem honum er fengið í 26. gr. stjórnar skrárinnar og neita að
staðfesta lagafrumvarp sem Alþingi hafði samþykkt, má segja að
ágreiningur um þetta atriði heyri nú sögunni til.
Frumvarp það sem hér var um að ræða og jafnan hefur verið
nefnt fjölmiðla frumvarpið, fól í sér breytingar á þágildandi útvarps-
og samkeppnislögum. Veiga mesta breytingin, og jafnframt sú sem
mestur styr stóð um, gerði ráð fyrir að settar yrðu skorður við eign-
arhaldi á fjölmiðlum. Þótt það ákvæði væri almennt orðað tók það í
reynd til eignarhalds á einu fyrirtæki sem var mjög umsvifa mikið á
fjölmiðlamarkaði hér á landi.4 Í samræmi við 26. gr. stjórnarskrár-
ragnheiður kristjánsdóttir18
4 Alþingistíðindi A 2003–2004 þskj. 1525, bls. 5991 og 6032, og þskj. 1629, bls.
6452–53 og B, d. 6511.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 18