Saga - 2010, Page 19
innar fékk frum varpið lagagildi við synjun forseta og var það gefið
út sem lög nr. 48/2004.
Í kjölfar synjunarinnar reis hins vegar tvíþættur ágreiningur um
það hvernig skýra beri ákvæðið í 26. gr. stjórnarskrárinnar, að teknu
tilliti til annarra ákvæða hennar.
Í fyrsta lagi um það hvernig túlka eigi orðalag greinarinnar um
að leggja skuli frumvarpið, sem reyndar er orðið að lögum eftir synj-
un forseta, „undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til
samþykktar eða synjunar“. Varðar ágreiningurinn það hvort mögu-
legt sé að mæla fyrir um skilyrði þess að lögunum verði endanlega
synjað, þótt ekki sé kveðið á um slík skilyrði í stjórnarskrár ákvæð -
inu, t.d. þannig að áskilja megi að tiltekið hlutfall kjósenda þurfi að
lágmarki að greiða atkvæði á móti lögunum til þess að þau falli úr
gildi. Hefur ágreiningur um þetta atriði í sjálfu sér ekki verið til
lykta leiddur. Hins vegar varð sá kostur ofan á við setningu laga nr.
4/2010 um framkvæmd þjóðar atkvæða greiðslu um gildi laga nr.
1/2010, sem vikið verður að hér á eftir, að setja engin slík skilyrði,
heldur segir þar einfaldlega að meirihluti greiddra atkvæða á land-
inu öllu ráði niðurstöðu atkvæða greiðslunnar.
Í annan stað reis ágreiningur um það hvort Alþingi sé heimilt að
fella lögin úr gildi eða gera breytingar á efni þeirra eftir að forseti
hefur synjað frumvarpi til þeirra staðfestingar, en áður en þjóðar-
atkvæðagreiðsla fer fram um þau.
ef 26. gr. stjórnarskrárinnar er skoðuð er þar ekki gert ráð fyrir
að Alþingi grípi inn í atburðarásina eftir að forseti hefur synjað
frumvarpi staðfestingar og þar til úrslit þjóðarkvæðagreiðslunnar
liggja fyrir. Það er hins vegar ekkert í stjórnarskránni sem leggur
beint bann við því að þingið skerist í leikinn, enda er það óum -
deilan lega aðalhandhafi löggjafarvaldsins og hefur samkvæmt því
heimild til að setja ný lög, breyta lögum eða afnema þau, þó að því
tilskildu að forseti staðfesti frumvörp þess efnis.
Valdi þingsins til að skipa málum með lögum eru þó takmörk
sett; þ.á m. verður það að virða valdmörk sín gagnvart öðrum hand-
höfum ríkisvaldsins og má ekki ganga inn á valdsvið þeirra, sbr.
fyrir mæli 2. gr. stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkis valdsins í
löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Í samræmi við það
er eðlilegt að líta svo á að Alþingi beri að virða valdmörk sín gagn-
vart forseta, sem fer með löggjafar valdið ásamt þinginu eins og
skýrt er fyrir mælt í 2. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir til þess að
valdi þingsins til þess að setja lög, sem er eins og áður segir mjög
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 19
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 19