Saga - 2010, Page 28
Fjórmenningarnir halda fundi 9. og 11. janúar og ljúka þá við I.
kafla (1. og 2. gr.). Á 4. fundi nefndarinnar, föstudaginn 12. janúar,
er eftirfarandi bókað: „eftir umræður um þau efni, er varða forseta
sérstaklega, var Bjarna Benediktssyni falið að gera uppkast að
ákvæðum stjórnarskrár um forseta.“ Tæpri viku síðar, fimmtudag-
inn 18. janúar, leggur Bjarni fram „uppkast að ákvæðum um forseta.
Var það rætt og gerðar á því nokkrar breytingar.“ Bjarna er enn falið
að gera uppkast „að næstu framhaldandi greinum stjórnarskrárinn-
ar“. Á fundi mánudaginn 22. janúar er bókað: „Framhaldsuppkast
Bjarna Benediktssonar um forseta og ráðherra var lagt fram, rætt og
samþykkt með nokkrum breytingum.“7
Áfram er haldið verkinu og það greinilega langt komið eftir fund
8. febrúar. Þá verður hlé á nefndarstarfinu. Næsti fundur er svo
haldinn 9. apríl. Þá hefur nefndin verið kvödd saman á ný eftir inn-
rás Þjóðverja í Danmörku og atburði þar að morgni þess dags.
Nefndarmenn fara yfir „stjskr. frá 26. gr. og til enda.8 Samið frv. að
yfirlýsingu um samband landsins við Danmörku og konungs-
valdið.“ enn verður hlé á nefndarstarfinu, en 1. júní hittast fjór-
menningarnir: „Bjarni próf. Benediktsson lagði fram uppkast að
athugasemdum við frv. að stjórnarskrá, og hafði honum verið falið
að semja það.“ Lokafundur er svo haldinn þriðjudaginn 11. júní;
hreinritun liggur fyrir og er yfirfarin. „Verkinu lokið,“ skrifar einar
Arnórsson sinni snotru og læsilegu hendi.
Drög að nýrri stjórnarskrá liggja því fyrir á fyrstu vikum ársins
1940; fullbúið handrit í byrjun sumars. Ljóst er að Bjarni Benedikts -
son prófessor er aðalhöfundur þess.
Aðfaranótt 10. apríl 1940 ákvað Alþingi að fela ríkisstjórninni
meðferð konungsvalds og utanríkismála eftir hernám Danmerkur.
Nýjar og mikilvægar ályktanir um sjálfstæðismálin voru síðan sam -
þykktar á Alþingi 17. maí 1941, þ.e. um kosningu ríkisstjóra, undir-
búning sambandsslita og lýðveldisstofnun. Jafnframt er skipuð
nefnd í maí 1942 til að undirbúa nýja stjórnarskrá, fyrst fimm manna,
án þátttöku sósíalista, en síðan í september átta manna, með þátt-
ragnheiður kristjánsdóttir28
7 Þetta uppkast er nú að finna í skjalasafni Bjarna Benediktssonar. Borgarskjalasafn
Reykjavíkur. einkaskjalasafn nr. 360. Askja 2-9, örk 3. Fyrri hluti þess er vél-
ritaður en síðari hluti skrifaður með hendi Bjarna.
8 Hér er líklega vísað í 26. gr. stjskr. 1920; þar hefst II. kafli hennar og fjallar um
Alþingi.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 28