Saga - 2010, Blaðsíða 29
töku allra flokka. Ýmis vinnugögn þessarar nefndar eru í skjalasafni
Alþingis.9 Svo er og um gerðabók hennar.
Frá fundi nefndarinnar 27. maí 1942 segir svo í gerðabókinni: „II.
Ákveðið var að láta fjölrita frumvarp til stjórnarskrár, sem ríkis-
stjórnin hafði látið semja árið 1940, til afnota og athugunar fyrir
nefndarmenn.“ Á 3. fundi nefndarinnar, 10. júlí 1942, er þessu fjöl-
riti útbýtt. Handrit fjórmenninganna liggur fyrir í gögnum nefndar-
innar10 og hefur það verið skrifað upp með nokkrum leiðréttingum
við fjölritunina.11 Nýtt uppkast að stjórnarskrá liggur fyrir 17. júlí
1942, er þá hreinritað og fjölritað eftir þann fund. Þá verður hlé á
störfum nefndarinnar, kosningar höfðu farið fram 5. júlí það ár, og
málinu skyldi frestað fram á sumarþing sem hófst 4. ágúst. Hléið
verður lengra því að Bandaríkjamenn lýstu í júlílok 1942 andstöðu
við „hraðskilnað“ og olli það nokkru uppnámi hér á landi. Fundir
hefjast þó á ný í nefndinni 3. nóvember 1942 og undirnefnd undir
forustu Bjarna Benediktssonar gengur endanlega frá frumvarpi að
stjórnarskrá 7. apríl 1943.
Þannig er þessi saga.
en hvað um 26. gr. stjórnarskrárinnar? Hún breytist ekki að kalla
má á þessari vegferð, stendur nærri því orðrétt, greinin og skýring
við hana, eins og Bjarni Benediktsson gengur frá henni fyrri hluta árs
1940, þar til afgreiðslu frumvarpsins er lokið á Alþingi 8. mars 1944.12
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 29
9 Skjalasafn Alþingis, öskjur merktar Ý8 og Ý9.
10 Hin fjölrituðu gögn eru mörg og margvísleg. Þau eru hvorki merkt né dagsett
og því nokkur fyrirhöfn að átta sig á skyldleika þeirra og tímaröð. Handritið,
sem fjórmenningarnir sömdu, er stimplað „AFRIT“ (og er afritað með bláum
kalkipappír).
11 Handrit fjórmenninganna frá 1940 er skrifað að mestu óbreytt upp; t.d. er
ákvæði 31. gr. (um skipan Alþingis) eins og það stóð fyrir 1942, en þá var þing-
mönnum fjölgað úr 49 í 52. eins er óbreytt tekið upp orðalag sem átti við á
þeim tíma er ný hegningarlög voru staðfest (12. febrúar 1940) og þar til þau
öðluðust gildi sex mánuðum síðar. Loks má nefna að í handritið, í athugasemd
við 26. gr. stjskr., er skrifað með blekpenna, líklega með hendi Bjarna
Benediktssonar, orðið „hæglega“ en það hefur mislesist við þessa fyrstu upp-
skrift hjá stjórnarskrárnefndinni sem „daglega“ og stóð sú villa af sér allan
samlestur og prófarkalestur upp frá því! Í þingskjalinu með stjórnarskrár-
frumvarpinu stóð því þessi nær óskiljanlega setning: „en ef mál er mikilvægt,
gæti daglega af synjuninni leitt slíkt ósamkomulag milli forseta og ráðherra,
að …“.
12 Í einu af hinum fjölrituðu gögnum hefur verið settur hornklofi utan um synj-
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 29