Saga - 2010, Side 31
Stjórnskipunarvenjan var skýr. Synjunarvaldi konungs hafði
ekki verið beitt í Danmörku síðan 1865.14 Lagasynjunum hafði hins
vegar verið beitt alloft gegn Alþingi eftir að það fékk löggjafarvald
1874 og fram að þingræði og heimastjórn árið 1904; síðan varla sög-
una meir.15 Var einhver ástæða til að halda að annað yrði uppi á ten-
ingnum þegar þjóðhöfðinginn yrði innlendur?
Í skýringum, sem Bjarni skrifar við 26. gr., er aðeins þessi athygl-
isverði setningarbútur: „ekki hefir þótt fært að veita forseta algert
synjunarvald, eins og konungur hefir haft.“ Af hverju? Þessi til-
vitnuðu orð eru rituð 1940. Hafði Bjarni raunverulega ástæðu til tor-
tryggni gagnvart innlendum þjóðhöfðingja? Ljóst er að þá þegar er
hafin umræða um hver verði fyrsti forseti hins nýja lýðveldis sem
búast mátti við að stofnað yrði 1943 er sambandslögin féllu úr gildi.
Vikan efnir í lok nóvember 1939 til skoðanakönnunar um hver njóti
mestrar hylli til þess embættis. „[e]r mjög rætt manna á meðal,“
segir blaðið, um hver það verði. Úrslitin eru birt í janúarlok.16 Má
vera að Bjarni hafi orðið hugsi yfir manninum í 2. sæti, Jónasi frá
Hriflu! Bjarni skýrði sjónarmið sitt í þessum málum í athyglisverðri
blaðagrein fjórum árum síðar. Hann segir að innlendur þjóðhöfðingi
muni ekki standast þá freistingu að (mis)beita synjunarvaldinu.17
enn síðar, í júní 1968, lætur Bjarni að því liggja í viðtali í Morgun -
blaðinu að það hafi verið andstaðan við ofríki Sveins Björnssonar, þá
ríkisstjóra, sem hafi komið mönnum út á þetta spor.18 Sú skýring fær
hins vegar ekki staðist. oft misminnir menn þegar þeir horfa til
baka og leita skýringa í huga sér á liðnum atburðum, og minningin
tekur lit af því sem síðar gerðist.19 en vera má að í huga Bjarna hafi
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 31
14 Sjá Danmarks Riges Grundlov med kommentarer. Ritstj. Henrik Zahle (kaup -
manna höfn: Jurist- og Økonomforbundet 1999), bls. 140; staðfesting konungs er
kölluð „en formalitet“.
15 Allt er þetta rakið skilmerkilega í riti Björns Þórðarsonar, Alþingi og konungs-
valdið. Lagasynjanir 1875–1904 (Reykjavík: Leiftur [1949]). Sú bók var samin 1946.
16 Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður lenti í fyrsta sæti, Jónas Jónsson frá Hriflu
í 2. sæti og Sveinn Björnsson sendiherra í 3. sæti. Vikan 30. nóvember 1939 og
25. janúar 1940.
17 Morgunblaðið 19. apríl 1944, bls. 5 og 8.
18 Morgunblaðið 9. júní 1968, bls. 10.
19 kenningin um að þetta viðhorf til Sveins Björnssonar ríkisstjóra hafi ráðið för
virðist hafa komið fram snemma því að í áðurnefndri grein Bjarna í
Morgunblaðinu í apríl 1944 andmælir hann henni sjálfur; segir að 26. gr. hafi
verið samin 1940, og það hefði þurft „spásagnargáfu“ til að sjá fyrir að hann
sjálfur yrði orðinn þingmaður 1944, einar Arnórsson ráðherra og Sveinn ríkis-
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 31