Saga - 2010, Page 35
hneykslast á stjórnarfrumvörpum án þess að gagnrýna forseta fyrir
að heimila flutning þeirra á þingi. Raunar má segja að orðið „for-
seti“ í stjórnarskránni sé víðast hvar ekki annað en dulmál fyrir „for-
sætisráðherra“ eða „ríkisstjórn“.
og svo var í þriðja lagi búið til ákvæði 26. greinar um synjunar-
vald forsetans. Þetta var frumlegasta nýjung lýðveldisstjórnarskrár-
innar og líka það ákvæði hennar sem langmest var deilt um í
meðförum þingsins og mest reynt til að breyta á ýmsa vegu. Það var
upphaflega hugarfóstur embættismannanefndar sem „þjóðstjórn“
Hermanns Jónassonar fékk til þess 1940 að semja drög að stjórnar-
skrá væntanlegs lýðveldis, komst þaðan inn í frumvarp milliþinga-
nefndar og náði að lokum, þrátt fyrir allt, samþykki á Alþingi.2
ef þetta ákvæði minnir á úlfalda, þá er það sá með tvær krypp-
urnar. Önnur skringilegheitin eru þau að synjun forseta skuli veita
lögunum gildi. Meðan hann hugsar sig um gerist ekkert. en jafn-
skjótt og hann ákveður að staðfesta lögin ekki smella þau í gildi!
Þannig hefði Vigdís Finnbogadóttir t.d. aldrei getað beitt þessu
ákvæði í dæminu sem hún tók gjarna: að ekki myndi hún staðfesta
lög um dauðarefsingu. Til þess að það væri ekki hún sem lögleiddi
óhæfuna, a.m.k. í bili, hefði hún neyðst til að láta sem hún hvorki
sæi né heyrði, forðast jafn-vandlega að synja og að staðfesta. Hitt
sem stingur í stúf er að fá forseta vald sem alls ekki var meiningin
að hann „léti ráðherra framkvæma“ og varla hægt að hugsa sér að
hann væri „ábyrgðarlaus af“ beitingu þess. Að því leyti skortir
þarna á samræmi í stjórnarskránni (jafnvel svo að einstaka lögfræð -
ingar hafa talið ákvæðið ógilt, frekar en láta það njóta þeirrar
almennu reglu að eldri lög víki fyrir nýjum).
enda er þetta auðvitað málamiðlun, raunar svo að menn aðhyllt-
ust hana með alveg gagnstæðum rökum: sumir til þess að veita for-
setanum hæfilegt vald umfram konung, aðrir til þess að setja valdi
forsetans nauðsynlegar skorður, en hvorir tveggja gerðu ráð fyrir að
þjóðkjörinn forseti yrði miklu virkari í landsmálum en konungur
hafði verið, bæði þeir sem fögnuðu slíkum umskiptum á hlutverki
þjóðhöfðingjans og hinir sem fremur kviðu þeim.
Meðal hinna kvíðafullu var Bjarni Benediktsson, sem prófessor
einn af höfundum stjórnarskrárfrumvarpsins frá 1940. Hann skýrir
viðhorf sín í Morgunblaðinu 19. apríl 1944, undir fyrirsögninni
„Sjálfstæðismálið og synjunarvald forseta“. Bjarni ræðir þar synjunar -
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 35
2 Miklu nánar um allt þetta í pistli Helga Bernódussonar hér á undan.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 35