Saga - 2010, Page 36
vald konungs sem hann telur „að nafninu til“ ótakmarkað eftir gild-
andi stjórnarskrá en þó „hafi engum nokkru sinni til hugar komið
að því yrði beitt. Hefði það … verið talið brjóta í bág við óskráðar
meginreglur stjórnskipunarinnar …“. en Bjarni hefur enga trú á að
þjóðkjörinn forseti sætti sig við þá óskráðu reglu.
Menn átta sig þá illa á ofsanum í íslenskum stjórnmálum ef þeir
láta sér ekki skiljast að íslenskur forseti lætur eigi til lengdar hjá
líða að beita öllu því valdi er hann hefur. Vera kann að sjálfur
yrði hann tregur til að beita svo óvenjulegu ráði sem synjun
laga, en fylgis menn hans mundu eigi lengi láta honum haldast
uppi slík hógværð.
Bjarni biður menn að „hugleiða hvernig þeim litist á slíkt vald í
höndum eindregins flokksmanns í einhverjum andstöðuflokki sín-
um“ eða „hvert traust ber þá hver okkar um sig til harðvítugs stjórn-
málaandstæðings er í stöðuna kann að komast?“ (Hér vill hann leiða
hug Morgunblaðslesenda að Jónasi frá Hriflu!) Bjarni virðist sjálfur
hallast að því að afnema algerlega synjunarvald forseta, telur það
hljóta „mjög að koma til álita“ við næstu endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. en hér þurfti að miðla málum og þótti þá „réttara að
ákveða forsetanum málskotsrétt til þjóðarinnar. … og þó er þetta
meira vald en forsetum víðast er fengið.“
Raunar er lýsing Bjarna á synjunarvaldi konungs óþarflega ein-
föld því að á því voru tvær hliðar gagn-ólíkar.3
Önnur, hið eiginlega synjunarvald, var réttur konungs til laga-
synjunar sem alþekktur er úr Íslandssögunni vegna þess hve oft lög
frá Alþingi steyttu á því skeri þegar til kaupmannahafnar kom. en
þessu synjunarvaldi var beitt á ábyrgð ráðherra, ekki konungs, enda
hluti af því valdi sem hann „lét ráðherra framkvæma“, hvort sem
framkvæmdin var sú að ráðherra styngi lögunum einfaldlega undir
stól eða léti gefa út konungsbréf um synjunina. Þetta synjunarvald
hvarf úr sögunni án þess að vera beinlínis afnumið, ekki með breyt-
ingum á konungsvaldinu sjálfu heldur með heimastjórn og þing -
ræði 1904 og þar með breyttri stöðu ráðherra gagnvart löggjafar -
þinginu. Á heimastjórnartíma var að vísu hugsanlegt að konungur
synjaði staðfestingar lögum frá Alþingi, en þá varla nema á ábyrgð
ragnheiður kristjánsdóttir36
3 Ég hef fjallað um þær nánar í greininni „Forveri forseta. konungur Íslands
1904–1944“, Stjórnmál og stjórnsýsla. Veftímarit, 1. tbl. 2. árg. 2006, bls. 57–79,
http://www.stjornmalogstjornsysla.is/images/stories/fg2006v/hsk.pdf, þetta
bls. 60–62 og 68–71.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 36