Saga - 2010, Page 37
dönsku stjórnarinnar ef henni þótti Ísland fara út fyrir rétt sinn
gagnvart Danmörku. Með fullveldinu hvarf sá möguleiki. Frá 19204
var ráðherra skylt samkvæmt stjórnarskrá að leggja lög frá Alþingi
fyrir konung til staðfestingar innan ákveðins frests. Sú skylda var
raunar ekki túlkuð þannig að ráðherra væri skylt að mæla með
staðfestingu frumvarpsins við konung. Það var því enn sem fyrr
tæknilegur möguleiki að ráðherra beitti, í nafni konungs, synjunar-
valdinu gamla, en pólitísk ábyrgð hans fyrir Alþingi útilokaði það í
reynd.5
Hin hliðin á synjunarvaldi konungs fólst í möguleikanum til að
stræka á tillögur ráðherra. Til þess hafði hann ekki beinlínis lögvar-
inn rétt, en ráðherra hafði hins vegar engin ráð til að knýja konung til
að staðfesta það sem hann alls ekki vildi. Þarna var sama hvort
ráðherra lagði fyrir konung tillögu um staðfestingu laga eða tillögu
um hvaðeina annað: útgáfu bráðabirgðalaga eða reglugerðar, emb-
ættisveitingu, náðun sakamanns o.s.frv. Fyrir tíð þingræðis gat
Danakonungur komist upp með nokkurt sjálfstæði gagnvart ráð -
herrum sínum, en með þingræðinu 1901 og þróun þess fram um
„páskakrísu“ 1920 breyttist eðli konungsvaldsins og varð æ ljósara
að honum bæri að staðfesta það sem ráðherra lagði til. Það gilti þá
jafnt um íslenska ráðherra og danska. „Það liggur í hlutarins eðli að
konungur varð að undirskrifa það sem fyrir hann var lagt,“ sagði
Stauning forsætisráðherra um staðfestingu konungs á þingrofi
Tryggva Þórhallssonar 1931.
Með lýðveldisstjórnarskránni kom þjóðkjörinn forseti í stað er -
lends erfðakonungs, þjóðhöfðingi með gjörólíkt lýðræðislegt umboð.
Maður sem vegna „ofsans í íslenskum stjórnmálum“ myndi aldrei
láta „til lengdar hjá líða að beita öllu því valdi er hann hefir“, eftir
því sem Bjarni Benediktsson leit á. Þess vegna þyrfti að sníða synj-
unarvaldi hans miklu þrengri stakk en því valdi sem konungi var
treystandi til að beita aldrei.
Hér er þó rétt að líta á hinar tvær hliðar synjunarvaldsins hvora
fyrir sig. Sú fyrri, í rauninni vald ráðherra eða ríkisstjórnar til að láta
þjóðhöfðingjann ekki staðfesta lög frá þinginu, þurfti ekkert að breyt -
ast með tilkomu forseta. Tæknilega er víst hugsanlegt enn í dag að
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 37
4 ekki 1944 eins og ranghermt er í nýnefndri grein, bls. 59 og 61.
5 Jafnvel þótt komið hefði í ljós einhver skelfileg handvömm við löggjöfina hefði
ráðherra væntanlega leiðrétt hana með bráðabirgðalögum frekar en láta kon-
ung synja lögunum staðfestingar.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 37