Saga - 2010, Page 39
og stjórnarmyndanir en afgreiddu mál eftir tillögum ráðherra. enn
ópólitískara hlutverk völdu þau sér kristján eldjárn og Vigdís Finn -
bogadóttir, sem bæði kappkostuðu að gæta sams konar hlutleysis í
flokkapólitík og sæma þótti konungum á Norðurlöndum. Forseti
var aldrei kosinn til að vera „harðvítugur stjórnmálaandstæðingur“
nokkurs manns, og að kjöri hans stóðu aldrei þess háttar fylgismenn
að honum „héldist ekki uppi“ þeirra vegna nein „hógværð“ í að
beita valdi sínu.
eftir á er auðséð að án 26. greinarinnar hefði synjunarvald þjóð -
höfðingjans verið nákvæmlega jafn-steindauður bókstafur í hönd-
um forseta og það hafði verið í höndum konungs áður, rétt eins og
það er líka gagnvart flestum málum ríkisstjórnar öðrum en lögum
frá Alþingi. Það var hins vegar tortryggni stjórnmálamanna eins og
Bjarna Benedikssonar, sem endilega vildu girða fyrir misbeitingu
synjunarvaldsins, sem reyndist leggja forseta raunverulegt vopn í
hendur, svo biturt að það hefur nú breytt eðli forsetaembættisins.
Sú breyting verkar að vísu líkt og synjanirnar sjálfar: fær ekki
endanlegt gildi fyrr en þjóðin hefur staðfest hana, þ.e.a.s. í forseta-
kosningum með því að velja pólitískan forseta, mann sem býður sig
fram til að hafa vald og beita því. Þá getur hrakspá Bjarna Bene -
diktssonar farið að rætast.
Ragnheiður Kristjánsdóttir, aðjúnkt í sagnfræði við hugvísinda -
svið Háskóla Íslands
Er 26. greinin hornsteinn lýðveldisstjórnarskrárinnar?1
Í yfirlýsingu forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, þar sem
hann gerir grein fyrir því að hann ætli ekki að staðfesta Icesave-lög-
in sem voru samþykkt á Alþingi milli jóla og nýárs, kemur fram
hvaða skilning hann leggur í 26. grein stjórnarskrárinnar. Hann segir
að stjórnarskráin sem Íslendingar samþykktu við lýðveldisstofnun
feli í sér að „það vald sem áður var hjá Alþingi og konungi [sé] fært
þjóðinni“. og enn fremur að forseta sé ætlað að „tryggja þjóðinni
þann rétt“. Sama hafði hann sagt í nýársávarpi nokkrum dögum
fyrr.2
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 39
1 eftirfarandi hugleiðingar eiga rætur að rekja til verkefnis um sögu þingræðis á
Íslandi og á samstarfsfólk mitt þar því þakkir skildar.
2 Vef. „yfirlýsing forseta Íslands“, 5. janúar 2010; „Nýársávarp forseta Íslands
Ólafs Ragnars Grímssonar“, 1. janúar 2010, www.forseti.is, sótt 23. febrúar 2010.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 39