Saga - 2010, Page 41
lýðveldis stofnun. Stjórnarskráin 1944 er uppkast að lýðveldis-
stjórnarskrá.
Í greinum sem Svanur kristjánsson hefur skrifað um íslenska
lýðræðisþróun á undanförnum árum (nokkrar þeirra hafa birst í
Sögu, aðrar í Ritinu og Skírni) hefur hann fjallað um áherslu Íslend-
inga á beint lýðræði fyrir og eftir aldamótin 1900 og svo aftur í
tengslum við stofnun lýðveldis 1944. Svanur telur að með setningu
lýðveldisstjórnarskrárinnar hafi talsmenn þjóðkjörins forseta og
beins lýðræðis haft betur gegn talsmönnum fulltrúalýðræðis og
þingstjórnar. Rökstuðningur Svans er sannfærandi og ummæli ein-
stakra þingmanna um stjórnarskrárfrumvarpið styðja þessa túlkun.
eysteinn Jónsson, sem mælti fyrir nefndaráliti stjórnarskrárnefndar
þingsins þegar málið var rætt í neðri deild 25. febrúar 1944, sagði
þannig að forseta væri veitt vald „til þess að skjóta málefnum þeim,
sem Alþ[ingi] hef[ði] samþ[ykkt], til þjóðarinnar.“4 Hugmyndin um
26. greinina sem ákvæði sem veitti forseta málskotsrétt, þ.e. fæli
honum vald til að skjóta málum til þjóðaratkvæðis, kom því fram á
sínum tíma.
Það er hins vegar rétt að halda því til haga að annars konar
straumar (sem Svanur hefur gert grein fyrir í rannsóknum sínum en
koma ekki fram í ofangreindum ummælum forseta) höfðu líka áhrif
á þær breytingar sem gerðar voru á stjórnarskránni 1944. Þetta eru
straumar sem við myndum ekki kenna við beint lýðræði heldur
frekar þá íhaldssemi sem átti víða upp á pallborðið á millistríðsár-
unum. Allt frá þriðja áratugnum höfðu verið til umræðu tillögur um
breytingar á íslenskri stjórnskipun. Vissulega voru þar í sumum til-
fellum settar fram hugmyndir um beint lýðræði,5 en meira bar á til-
lögum um afnám þingræðis og takmörkun lýðræðis (hér er helst að
nefna hugmyndir Guðmundar Hannessonar og nafna hans Finn -
boga sonar). Þeir sem höfðu lagt orð í belg komu því úr ólíkum átt-
um, en allir áttu þeir það sameiginlegt að breytingartillögur þeirra
miðuðu að því að taka upp kerfi sem drægi úr meintri spillingu og,
að þeirra mati, of miklu valdi flokkanna, flokksræði.
Þetta á til að mynda við um þann hóp sem helst stóð að skipu-
legri umræðu um breytt stjórnarfar í aðdraganda lýðveldisstofnun-
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 41
4 Alþingistíðindi 1944 B, d. 90.
5 Hér er helst að nefna hugmyndir Hallgríms Hallgrímssonar; sjá Svanur
kristjánsson, „Ísland á leið til lýðræðis: er Júdas jafningi Jesú? Hugmyndir
þriggja fræðimanna um þjóðræði og valddreifingu gegn þingstjórn“, Saga
XLV:2 (2007), bls. 93–128, sérstaklega bls. 110–113.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 41