Saga - 2010, Page 42
ar, þá sem stóðu að útgáfu blaðsins Þjóðólfs sem hóf göngu sína árið
1941 og svo framboði Þjóðveldisflokksins til Alþingis 1942. Megin -
atriði í tillögum þeirra var að koma jafnvægi á valdakerfið í landinu
og finna leiðir til að vinna gegn ofurvaldi hinna pólitísku flokka
annars vegar og illvígri stéttabaráttu hins vegar. eins og ráða má af
nafngift Þjóðveldisflokksins og Þjóðólfs voru þeir karlar sem stóðu
að hvoru tveggja nostalgískir og þessar hugmyndir voru um margt
skyldar hugmyndum Guðmundar Hannessonar og Guðmundar
Finnbogasonar (að því frátöldu að þeir lýsa yfir andstöðu við tak-
mörkun einstaklingsfrelsis og öfgafulla hægristefnu).
Umræðan um að breyta stjórnskipaninni til að vinna gegn
flokksræðinu hafði hins vegar ekki ratað inn á Alþingi. ef frá eru
taldar tillögur frá þriðja áratugnum um þing annað hvert ár og
fækkun ráðherra, vörðuðu allar þær stjórnarskrárbreytingar sem
voru til umræðu frá fullveldi og fram í seinna stríð breytingar á
kosningakerfinu.6 Í aðdraganda lýðveldisstofnunar stóð Alþingi
hins vegar frammi fyrir því að búa til nýtt embætti, forsetaembættið.
Um það snerust breytingarnar sem gerðar voru á stjórnarskránni
1944 og spurningin hér er sú hvort þingmenn hafi ætlað sér að gera
beint lýðræði að hornsteini nýrrar stjórnarskrár. Þá koma til álita
umræður um 26. greinina en líka umræður um kjör forseta, þ.e.a.s.
sú ákvörðun að hafa forseta þjóðkjörinn en ekki þingkjörinn eins og
upprunalega hafði staðið til.
Fram kemur að þingmenn töldu sig með breytingu á kjöri forseta
vera að svara kröfum almennings. en þeir eyða því miður fáum
orðum í útskýringar á því hvers vegna þeir hafi viljað verða við ósk-
um um þjóðkjör forseta, hvað hafi mælt með því að fara þá óvenju-
legu leið (í þingræðisríkjum var vaninn að láta þingið kjósa). Í blöðun-
um höfum við aftur á móti vísbendingar um þær óskir sem þingmenn
töldu sig vera að uppfylla. Sjónarmið þeirra sem þar mæltu með
þjóðkjöri voru í grófum dráttum þrenns konar. Í fyrsta lagi var sagt
mikilvægt að forseti væri óháður valdi Alþingis (og stjórnmálaflokk-
anna), án þess að gerð væri sérstök grein fyrir því hvers vegna það
væri æskilegt eða að tilgreint væri frekar hvert valdsvið forseta ætti
að vera.7 Aðrir studdu þessa sömu afstöðu með vísun til reynslu und-
ragnheiður kristjánsdóttir42
6 Vef. „Ágrip af þróun stjórnarskrárinnar“, bls. 10–11, www.stjornarskra.is, sótt
17. mars 2010.
7 „Frumvarp lýðveldisstjórnarskrárinnar tilbúið“, Þjóðviljinn 22. apríl 1943 —
„Alþingi og forsetinn“, Vísir 15. nóvember 1943 — „Forsetakjörið“, Tíminn 18.
nóvember 1943 — Stefán Jóhann Stefánsson, „Ófremdarástandið í stjórnmálum
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 42