Saga - 2010, Page 44
Þingmenn gerðu almennt ráð fyrir að forseti kæmi til með að
beita valdi sínu með öðrum hætti en konungur hefði gert, meðal
annars vegna þess að hann skyldi þjóðkjörinn. Leiðtogar Sjálfstæðis -
flokks og Sósíalistaflokks, Ólafur Thors, einar olgeirsson og Brynj -
ólfur Bjarnason, voru sama sinnis og töldu að einmitt þess vegna
væri rétt að takmarka það vald sem forseti tæki í arf frá konungi.
einar olgeirsson sagði að það hefðu verið óskráð lög að ef konung-
ar ákvæðu að beita þessu valdi yrðu þeir settir af. Í þingræðislönd-
um væri gengið út frá því að synjun konungs væri stjórnarskrárbrot.
einar sagði eðlilegt að forseti hefði meiri völd en konungur hefði
haft, hann ætti ekki einvörðungu að vera „toppfígúra“. Þó mætti
vald hans ekki vera of mikið. Þess vegna væru sósíalistar þeirrar
skoðunar að forseti ætti að geta neitað að staðfesta lög, en þá aðeins
þannig að þjóðin skæri úr um hvort þau tækju gildi.13 Þessi afstaða
virðist fara nálægt vilja naums meirihluta þingmanna, eins og ráða
má af þeirri ákvörðun þingsins að hafna tillögu Björns Þórðarsonar
forsætisráðherra um breytingar á þessari 26. grein stjórnarskrárinn-
ar. Björn lagði til að ef forseti vildi vísa lögum í þjóðaratkvæði ættu
þau ekki að taka gildi fyrr en í fyrsta lagi eftir þjóðaratkvæða -
greiðslu. Margir þingmenn tóku undir, þar á meðal þingmenn Al -
þýðu flokksins — t.d. Haraldur Guðmundsson, sem sagði að þar
sem forseti yrði þjóðkjörinn væri ekki rétt að takmarka neitunarvald
hans gagnvart samþykktum lögum,14 og raunar meirihluti neðri
deildar — en niðurstaðan var sú að láta lög taka gildi þótt forseti
ákvæði að vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er því erfitt að færa rök fyrir því að ákvæðið um þjóðar-
atkvæði í 26. grein endurspegli örugglega trú á gildi beins lýðræðis.
og það er enn flóknara að færa rök fyrir því að sú hugsun sé horn-
steinn stjórnarskrárinnar. Á millistríðsárunum var töluverð umræða
um hvernig breyta mætti íslenskri stjórnskipun. Þar lögðu orð í belg
talsmenn þjóðaratkvæðis sem og þeir sem vildu takmarka lýðræðið
í þeim tilgangi að tryggja betur eindrægni og þjóðlega samstöðu.
Þessar breytingartillögur höfðu ekki fengið mikla athygli á Alþingi,
enda sátu þar talsmenn þess flokksræðis sem endurskoðunarsinn-
arnir vildu hnekkja.
ragnheiður kristjánsdóttir44
13 Alþingistíðindi 1944 B, d. 37. Það er raunar athyglisvert að einar gat þess jafn-
framt (d. 66) að hann vildi ekki að aukið vald forseta drægi úr valdi þingsins.
ef til ágreinings kæmi milli þings og forseta ætti þingið að ráða. Hann ræðir
hins vegar ekki hvernig eigi að tryggja þetta úrslitavald þingsins.
14 Alþingistíðindi 1944 B, d. 113–114.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 44