Saga - 2010, Síða 49
um 26. greinina snúist annars vegar um þýðingu þess hvernig synj-
unarvaldinu var beitt fyrir 1944 og hins vegar um það hvort ákvæði
um hlutverk og ábyrgð ráðherra eigi við um synjunarvaldið sam-
kvæmt 26. greininni.9 Þetta ósamræmi helgast af því að engar breyt-
ingar voru gerðar á stjórnarskránni nema þær sem leiddi beint af
lýðveldisstofnuninni og því að ætlunin var að taka stjórnarskrána
strax til endurskoðunar.10
Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir túlkun og beitingu 26. greinar
stjórnarskrárinnar? Lögfræðingar hafa tilhneigingu til að reyna að
gæta lagasamræmis við túlkun laga, líka samræmis innan laga-
bálka.11 Sagan gerir það hins vegar að verkum að það á alls ekki
alltaf við þegar kemur að stjórnarskránni. eins og áður var lýst er
hún samsafn misgamalla ákvæða sem passa misvel saman og það
verður að vinna með hana sem slíka. Spurningin um það hvort beita
eigi samanburðarskýringu, og telja hlutverk forseta Íslands við beit-
ingu löggjafarvalds jafn formlegt og takmarkað og hlutverk hans
sem framkvæmdarvaldshafa, er úr sögunni eftir synjanirnar 2004 og
2010. Um leið og það er sagt verður hins vegar að svara því hvaða
reglur gildi um þetta hlutverk forsetans. ef ekki er við þær reglur
stjórnarskrárinnar að styðjast sem leggja ábyrgð á gjörðum forsetans
á herðar ráðherrum — við hvaða reglur styðjumst við þá? og þá
þarf aftur að rifja upp að til eru fleiri réttarheimildir en skráð lög.
Þannig að nú bíður það verkefni að átta sig á því hvaða reglur —
skráðar sem óskráðar — gildi um beitingu synjunarvaldsins sam-
kvæmt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Þar skiptir m.a. máli að frá því
lýðveldisstjórnarskráin var samþykkt hafa orðið grundvallarbreyt-
ingar á mannréttindavernd, m.a. um skyldur löggjafans á því sviði,
og á öllum reglum um opinbera stjórnsýslu. Það er mun reglu-
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 49
9 Sjá m.a. Þór Vilhjálmsson, „Synjunarvald forsetans“, Afmælisrit: Gaukur Jör -
unds son sextugur 24. september 1994 (Reykjavík: orator 1994), bls. 609–636,
Þórður Bogason, „„og ég staðfest þau með samþykki mínu“ — forseti Íslands og
löggjafarvaldið“, Afmælisrit til heiðurs Gunnari G. Schram sjötugum, 20. febrúar
2001 (Reykjavík: Almenna bókafélagið 2002), bls. 555–581, og Sigurður Líndal,
„Forseti Íslands og synjunarvald hans“, Skírnir 178 (vor 2004), bls. 203–237.
10 Sjá t.d. Ágúst Þór Árnason, „Stjórnarskrárfesta — grundvöllur lýðræðisins“,
Skírnir 173 (haust 1999), bls. 467–480, og Gunnar Helgi kristinsson, „Ágrip af
þróun íslensku stjórnarskrárinnar“, unnið að beiðni nefndar um endurskoðun
stjórnarskrár lýðveldisins Íslands (sjá Vef. www.stjornarskra.is), desember
2005, bls. 18.
11 Sjá t.d. Davíð Þór Björgvinsson, Lögskýringar (Reykjavík: Háskólinn í
Reykjavík, JPV 2008), bls. 114–121.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 49