Saga - 2010, Page 50
bundnara en áður var hvernig handhafar ríkisvaldsins beita valdi
sínu og má gera ráð fyrir að það gildi einnig um forsetann. Þá er
áleitin spurning hvort sé ásættanlegt að hafa ákvæði um ábyrgðar-
leysi forsetans í stjórnarskrá þegar ljóst er að forsetinn fer með pers -
ónulegt vald sem enginn annar getur borið ábyrgð á hvernig er
beitt.12 Þrír fjórðu hlutar þingmanna geta reyndar látið fara fram
þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort forseti þurfi að víkja, sam-
kvæmt 11. gr. stjórnarskrárinnar.13 Þetta er hins vegar fyrst og fremst
neyðarúrræði — úr því þingheimur þarf að vera meira eða minna
sammála til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan geti farið fram — og er
að auki úrræði pólitísks eðlis og kemur því alls ekki í stað þess að
forseti beri lagalega ábyrgð á stjórnarathöfnum, eins og aðrir hand-
hafar ríkisvaldsins. Niðurstaðan er sú að lagaumgjörðin um synj-
unarvaldið sé svo takmörkuð og á köflum gölluð að henni verði að
breyta. Öðruvísi samrýmist synjunarvaldið ekki grunnhugmyndum
í stjórnskipuninni, m.a. um það að handhafar ríkisvaldsins séu
bundnir af lögum og rétti við athafnir sínar og beri ábyrgð á þeim
eins og aðrir borgarar.
Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við
félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Að kveikja eða slökkva hugsjónaeld íslenskrar þjóðar
Allt frá upphafi fullveldisbaráttu Íslendinga um miðja 19. öld var
hugsjón frjálslyndrar stefnu höfð að leiðarljósi. Þar var ekki litið á
fullveldi þjóðar og sérhvers einstaklings sem andstæður. Þvert á
móti. Fullveldi þjóðar væri til einskis nema um leið yrðu breytingar
ragnheiður kristjánsdóttir50
12 Hvað ef forseti Íslands byggir t.a.m. ákvörðun sína á sjónarmiðum eða rökum
sem fara gegn mannréttindaákvæðum sem allir handhafar ríkisvaldsins eru
bundnir af? en ef hann byggir ákvörðun á ómálefnalegum sjónarmiðum?
13 Sjá 3. og 4. mgr. 11. gr. stjórnarskrárinnar, en þar segir: „Forseti verður leystur
frá embætti, áður en kjörtíma hans er lokið, ef það er samþykkt með meiri
hluta atkvæða við þjóðaratkvæðagreiðslu, sem til er stofnað að kröfu Alþingis,
enda hafi hún hlotið fylgi ¾ hluta þingmanna …1) Þjóðaratkvæðagreiðslan
skal þá fara fram innan tveggja mánaða, frá því að krafan um hana var
samþykkt á Alþingi, og gegnir forseti eigi störfum, frá því að Alþingi gerir
samþykkt sína, þar til er úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru kunn.
Nú hlýtur krafa Alþingis eigi samþykki við þjóðaratkvæðagreiðsluna, og
skal þá Alþingi þegar í stað rofið og efnt til nýrra kosninga.“
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 50