Saga - 2010, Page 51
á persónuleika allra, karla og kvenna. Í stað skiptingar þjóðfélagsins
í höfðingja og undirsáta kæmi samfélag lýðræðis, þar sem frjálsir
einstaklingar tækju höndum saman um að skapa nýtt samfélag, sem
hefði mannhelgi og jafnrétti að leiðarljósi. Þar sem margir sáu bara
takmarkanir sáu frumkvöðlarnir tækifæri til að skapa nýtt þjóðfélag.
Þannig taldi Jón Sigurðsson að fólk þroskaðist til þátttöku í þjóðmál-
um með því að axla ábyrgð á eigin málum, að vandasöm verkefni
efldu með fólki getu og þor til sjálfsstjórnar. Þegar ný kynslóð stjórn-
málamanna tók við frelsiskyndli Jón Sigurðssonar á síðustu áratug-
um 19. aldar bættu þeir um betur. Strengur kvenfrelsis tók að hljóma
í hörpu íslenskra valdakarla hvert sem litið var, í umræðum á
Alþingi, í blöðum, tímaritum og meðal trúarleiðtoga þjóðarinnar.
Hvergi lifði draumurinn um fullvalda einstaklinga í fullvalda
þjóðfélagi betra lífi en hjá sterkustu félagshreyfingu landsins um
aldamótin 1900, Góðtemplarareglunni. Þar störfuðu karlar og konur
hlið við hlið í baráttu gegn vágesti áfengissýkinnar, sem hélt fjöl-
mörgum fjölskyldum í heljargreipum sárrar fátæktar og örvænting-
ar. Áður en Íslendingar yrðu fullvalda þjóð varð að rjúfa þennan
vítahring. Vonin blíð um betra líf væri besti jarðvegur lýðræðisins.
Góðtemplarareglan vann síðan sinn stóra sigur í fyrstu þjóðar-
atkvæðagreiðslu Íslandssögunnar 1908, þegar 60% kjósenda sam -
þykktu áfengisbann. (einungis karlar höfðu kosningarétt en senni-
lega voru um 90% kvenna fylgjandi banninu.)
Forystumönnum í stjórnmálum nægði ekki að láta sig aðeins
dreyma um lýðræði því þeir settu fram fastmótaðar hugmyndir um
stjórnskipun hins fyrirhugaða íslenska lýðveldis. Þar fór fremstur í
flokki eldhuginn Jón Ólafsson (1850–1916), sem sneri til Íslands 1875
eftir ævintýralega dvöl í Vesturheimi. Tvisvar hafði Jón flúið land
vegna gagnrýni á valdhafana, fyrst á náðir skáldsins Bjørnstjerne
Bjørnson í Noregi, í síðara skiptið til Vesturheims. Jón var gæddur
djúpri réttlætiskennd, mikilli þekkingu og hugrekki til að berjast
fyrir framgangi lýðræðis. Árið 1880 gaf Jón út á eskifirði bæklinginn:
Jafnræði og þekking — Nokkur stjórnfræðileg undirstöðu-atriði um réttan
grundvöll sjálfstjórnar. Verkið ber yfirskriftina Stjórnfræðileg smárit. I.
Sú yfirskrift er réttnefni, því að í ritinu sýndi Jón — eins og reyndar
fyrr og síðar — að hann hafði mjög góð tök á bestu stjórnmálafræði
þess tíma og bjó þar að auki yfir reynslu af stjórnmálaþátttöku heima
og erlendis, í Vesturheimi, Noregi og Dan mörku. Jón flokkaði t.d.
lönd eftir grundvelli stjórnskipunar þeirra. Að hans mati byggðist
lýðræði á rétti hverrar þjóðar til sjálfsstjórnar:
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 51
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 51