Saga - 2010, Page 52
Þjóðveldi kallast það, er fulltrúar þjóðarinnar hafa löggjafar-
valdið alveg í höndum, en fyrir framkvæmdarstjórnina er for-
seti kosinn, annaðhvort beinlínis af þjóðinni eða fulltrúum
hennar. Forseti sá hefir valdið að eins um ákveðinn tíma og ber
sjálfur ábyrgð gjörða sinna. Það er auðvitað, að þar sem þjóðin
er því vaxin, þá er þjóðveldi á hyggilegum grundvelli mannin-
um samboðnast stjórnarform, eða ið sannasta stjórnarform eftir
hugsjóninni.14
Að áliti Jóns er það hugsjón Íslendinga að lýðræðisþjóðfélag þurfi
að hvíla á traustum undirstöðum í hverju samfélagi fyrir sig. Þarfir
og óskir fólks voru mismunandi og því rétt að fólkið sjálft smíðaði
eigin reglur í héraði, innan þeirra marka sem almenn lög kváðu á
um. Þannig var fiskveiðum lengi stjórnað á grundvelli sérstakra
fiskveiðisamþykkta, sem ákveðnar voru á almennum borgarafund-
um en þurftu einnig að hljóta samþykki amtmanns. Um hvern
kaupstað giltu fram til ársins 1926 sérstök lög um stjórn hvers bæjar -
félags fyrir sig. Þar var t.d. yfirleitt tilskilið að ekki væri hægt að
stofna til sérstaks embættis bæjarstjóra nema að fengnu samþykki
kjósenda í almennri atkvæðagreiðslu. Á Ísafirði þurftu t.d. 60% kjós-
enda að samþykkja slíkt, og fimm sinnum á árunum 1919–1929
náðist ekki tilskilinn meirihluti. (Lögunum var breytt 1928 þannig
að einungis þurfti samþykki einfalds meirihluta og í ársbyrjun 1929
var samþykkt með naumum meirihluta í almennri atkvæðagreiðslu
heimild til bæjarstjórnar að ráða sérstakan bæjarstjóra.) Sama hug-
sjón var að baki baráttu Reykvíkinga um beina kosningu borgar-
stjórans í Reykjavík. Að frumkvæði almenns borgarafundar í Reykja -
vík var frumvarp þess efnis fyrst flutt á Alþingi 1907, samþykkt í
Neðri deild en stöðvað í efri deild, þar til eftir sigur Sjálfstæðis -
flokksins (eldri) í þingkosningunum 1914. konungur undirritaði lög-
in sama ár. Þá var nýlokið kosningu bæjarstjórnar á borgarstjóra, en
eftir að sex ára kjörtímabil hans rann út var kosið um borgarstjóra í
Reykjavík beinni kosningu árið 1920 og voru tveir í fram boði, knud
Zimsen og Sigurður eggerz. Í fyrstu almennu sveitarstjórnarlögun-
um frá 1926 var síðan tilskilið að kjósa ætti borgar- og bæjarstjóra
beinni kosningu og á Akureyri fór slík kosning fram árið 1928.
Á þriðja áratug 20. aldar var svo komið að beint lýðræði átti
mjög í vök að verjast og ný kenning um lýðræði tók að festa rætur í
ragnheiður kristjánsdóttir52
14 Jón Ólafsson, Jafnræði og þekking — Nokkur stjórnfræðileg undirstöðu-atriði um
réttan grundvöll sjálfstjórnar (eskifjörður [s.n.] 1880), bls. 4.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 52