Saga - 2010, Page 53
Vestur-evrópu. Þar var byggt á breskri fyrirmynd: fullveldisréttur
fólksins ætti einungis að vera virkur á kjördegi. Þá velja kjósendur
á milli stjórnmálaflokka. Fulltrúar flokkanna taka sæti á löggjafar -
þingi þjóðarinnar og fara með fullveldisrétt fólksins milli kosninga.
Á næsta kjördegi leggja kjósendur síðan mat á verk flokkanna og
stjórnarskipti verða, ef stjórnarflokkur nýtur ekki lengur trausts
meirihluta þingmanna. eftir fullveldi Íslands 1918 varð þessi hug-
mynd um fulltrúalýðræði sem hið eina mögulega lýðræði smátt og
smátt ráðandi meðal stjórnmálaforingja í landinu. Þó var hún ávallt
umdeild, jafnvel í þeirra hópi. Þannig var bein kosning borgar- og
bæjarstjóra afnumin á Alþingi 1929 með atkvæðum stjórnarflokk-
anna (Framsóknarflokks og Alþýðuflokks) en gegn harðri andstöðu
þingmanna Sjálfstæðisflokks (yngri) sem var í stjórnarandstöðu.
Í aðdraganda lýðveldisstofnunar 1943 –1944 urðu mikil átök á
milli málsvara fulltrúalýðræðis og þingstjórnar annars vegar og
stuðningsmanna forsetaþingræðis, valddreifingar og beins lýðræðis
hins vegar. Með fyrsta innlenda þjóðhöfðingjann, Svein Björnsson
ríkisstjóra Íslands, í broddi fylkingar vann hreyfingin um þjóðkjörinn
forseta og beint lýðræði fullan sigur. Forsetinn skyldi vera þjóðkjör-
inn í beinni kosningu þar sem allt landið var eitt kjördæmi. Jafn -
framt var samþykkt 26. grein stjórnarskrárinnar. Í ítarlegum umræð -
um um þá grein kom skýrt fram hjá þingmönnum að gera mátti ráð
fyrir, og til þess var beinlínis ætlast af þjóð og þingi, að 26. greinin
væri sett í stjórnarskrá sem viðurkenning á virkum fullveldisrétti
íslenskrar þjóðar í stjórnskipun landsins. Í efri deild Alþingis út -
skýrði framsögumaður stjórnarskrárnefndar deildarinnar, Brynjólfur
Bjarnason, 26. greinina m.a. þannig:
Ég skal skýra, við hvað ég á með því, er ég tala um málefnaleg-
an rétt og aðstöðu forseta til þess að synja lögum um staðfest-
ingu. Það er í fyrsta lagi, ef hann þykist viss um, að meiri hluti
þjóðarinnar sé andvígur lögum, sem Alþingi hefur samþykkt
og þau brjóti þannig í bág við þjóðarvilja. Þá álít ég að forseti
hafi fullan siðferðilegan rétt til þess að neita lögum um staðfest-
ingu og muni gera það. en ég held líka, að slík synjun mundi
geta komið til greina í mörgum öðrum tilfellum, að forseti
mundi undir öðrum kringumstæðum neita lögum um staðfest-
ingu. … og slíku valdi mundi verða beitt í hinum allra þýðing-
armestu þjóðmálum.15
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 53
15 Alþingistíðindi B 1944, d. 117.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 53