Saga - 2010, Side 54
Með stjórnarskrá hins íslenska lýðveldis, þjóðkjöri forseta og mál -
skotsrétti 26. gr. var staðfestur enn og aftur sá vilji íslenskrar þjóðar
að fullveldisrétturinn sé hjá fólkinu sjálfu og einungis með virku
lýðræði og valddreifingu sé hægt að koma í veg fyrir stjórnmála-
spillingu, að lýðræði ríki ekki bara í orði heldur einnig á borði. Hin
sanna íslenska leið til lýðræðis byggist á þeirri vissu að hægt sé í
senn að styrkja beint lýðræði og fulltrúalýðræði, að dagleg stjórn-
mál og stjórnsýsla eigi að vera í höndum löggjafarþings og ríkis-
stjórnar, þjóðkjörinn forseti sé síðan umboðsmaður fólksins, veiti
þingstjórninni aðhald og geti vísað allri löggjöf til úrskurðar æðsta
handhafa fullveldisins, þjóðarinnar sjálfrar.
Sorgarsaga hins íslenska lýðveldis var og er síðan sú að ráðandi
öfl í landinu hafa aldrei sætt sig við neinar takmarkanir á sínu
miðstjórnarvaldi, hvorki frá dómstólum, sjálfstæðri stjórnsýslu, for-
seta lýðveldisins né þjóðinni sjálfri í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Þannig var haft eftir þáverandi forsætisráðherra, Davíð oddssyni, í
viðtali við Ríkisútvarpið 25. maí 2004, þegar við blasti að forseti
Íslands myndi í fyrsta sinn beita 26. gr. stjórnarskrárinnar, að hann
hefði „ekki … tekið afstöðu til þess hvernig ætti að kanna heimild
forseta til að synja um staðfestingu [fjölmiðla]laganna en trúlega
kæmi það í hans hlut að kanna það.“
Í hömluleysi sínu og vanvirðingu við stjórnarskrá landsins, hinn
helga sáttmála lýðveldisins, hafa íslenskir valdhafar gjarnan verið
dyggilega studdir af þeim hópi íslenskra Háskólakarla sem á góðum
stundum skreytir sig með nafninu „íslenska fræðasamfélagið“.
Þannig þurfa 1. árs nemar í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
m.a. að lesa eftirfarandi texta í bókinni Íslenska stjórnkerfið eftir einn
af prófessorunum í stjórnmálafræðideild:
Flestir höfðu talið ólíklegt að til þess kæmi nokkurn tíma að
forseti synjaði lagafrumvarpi staðfestingar. Forsetaembættið
var talið að mestu valdalaust. … Í samræmi við þennan al -
menna skilning á valdaleysi forsetaembættisins hafa stjórn-
málaflokkar ekki tekið afstöðu til forsetaframbjóðenda — ef
undan eru skildar forsetakosningarnar 1952 þegar Bjarni
Jónsson, sá frambjóðandi sem tveir stærstu stjórnmálaflokk-
arnir studdu (Sjálfstæðisflokkur og Framsókn), tapaði fyrir
Ásgeiri Ásgeirssyni.16
ragnheiður kristjánsdóttir54
16 Gunnar Helgi kristinsson, Íslenska stjórnkerfið 2. útg. (Reykjavík: Háskóla -
útgáfan 2007), bls. 155.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 54