Saga - 2010, Page 55
ekki er í bókinni getið neinna heimilda til stuðnings þessum stað -
hæfingum. ekki er heldur vísað til bréfs þriggja forystumanna
Sjálfstæðisflokksins — Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Jóhanns
Hafsteins — fyrir forsetakosningar 1952 en þar segir að forsetaemb-
ættið sé „pólitísk staða“ og á „örlagaríkustu augnablikum“ fari for-
setinn „með meira vald og [geti] því ráðið meiru um framtíðarheill
þjóðarinnar en nokkru sinni [hafi] verið á eins manns færi að gera,
allt frá því land byggðist“.17
Á bak við tjöldin höfðu margir flokksforingjar vissulega ýmis
afskipti af forsetakosningunum 1968. Forystumenn ríkisstjórnar-
flokkanna, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, studdu yfirleitt
Gunnar Thoroddsen en stjórnarandstaðan, þ.e. Framsóknarflokkur
og Alþýðubandalag, kristján eldjárn. Um frumkvæði eysteins
Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins, að framboði kristjáns
sumarið 1967 má lesa í bók Vilhjálms Hjálmarssonar.18 kristján
eldjárn sigraði með yfirburðum, hlaut 65,6% atkvæða. kosninga -
úrslitin voru mikið áfall fyrir ríkisstjórnarflokkana, sem þá höfðu
verið við völd síðan 1959. Viðreisnarstjórnin tapaði síðan þing-
meirihluta sínum í næstu þingkosningum 1971. Margir forystumenn
í Sjálfstæðisflokknum unnu markvisst í kosningabaráttu Gunnars.
Um það get ég t.d. vitnað, en ég var kosningastjóri framboðs hans á
Ísafirði.
Í árdaga íslensks lýðræðis tóku íslenskir menntamenn, eins og
Jón Sigurðsson og Jón Ólafsson, að sér það stórkostlega hlutverk að
kveikja hugsjónir lýðræðis meðal Íslendinga. Árið 1944 var íslenskt
lýðveldi stofnað á sama hugsjónagrunni. Það lýðveldi er nú rústir
einar. Sennilega eigum við íslenskir Háskólakarlar þar mikla sök
með því að standa ekki vörð um það dýrmætasta sem okkur var
falið: hugsjónina um virkt lýðræði í landinu og fullveldisrétt ís -
lenskrar þjóðar.
hverjar eru sögulegar rætur 26. greinar …? 55
17 Matthías Johannessen, Ólafur Thors. Ævi og störf II (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið 1981), bls. 211–212.
18 Eysteinn í stormi og stillu. Ævisaga Eysteins Jónssonar fyrrum ráðherra og formanns
Framsóknarflokksins 3 (Reykjavík: Vaka 1985), bls. 233 –236.
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 55