Saga - 2010, Page 62
miðaldir áfram að grúfa yfir Íslandi. Að vísu kom prentverk inn
í landið en kirkjuvaldið einokaði það … en sögurnar sem fólkið
vildi lesa og heyra lesnar, rímurnar sem það girntist að kveða
og heyra kveðnar, voru ekki látnar á prent. Menn skrifuðu þær
upp á miðaldavísu af endalausri þolinmæði. Viðkoman var
meiri en fyrr, því nú var pappír kominn til sögunnar, og hann
var ódýrari en bókfellið; fleiri menn gátu eignast bækur en
áður. Svona var skrifað og aftur skrifað á 17du öld og 18du og
langt fram á hina 19du. Jafnvel eftir að sögur voru farnar að fást
prentaðar voru uppi sannir miðaldamenn sem héldu áfram að
æxla sér bækur með penna.2
Með þeirri mynd sem Jón Helgason dregur þarna upp leggur hann
áherslu á tvö megineinkenni íslenskrar handritamenningar síðari
alda. Í fyrsta lagi eru áberandi beinar vísanir í bókmenningu mið -
alda; í stað þess að ganga prentmenningu á hönd við lok miðalda,
héldu „sannir miðaldamenn“ áfram að skrifa upp sögur á „miðalda-
vísu“ allt fram á 19. öld. Síðara atriðið er sú sérstaða Íslendinga á
þessu sviði sem Jón lýsir með þeim orðum „að Íslendingar hafa verið
flestum þjóðum iðnari að skrifa sér upp bækur, og það svo mjög að
manni verður jafnvel spurn hvort þeir muni ekki einstakir að þessu
efni á allri jarðarkringlunni“.3 Um leið og tekið er undir hina al -
mennu lýsingu á mikilvægi handritaðrar miðlunar fyrir alþýðlega og
veraldlega bókmenningu á Íslandi eftir siðaskipti mun ég í þessari
grein mæla mót þessum tveimur fullyrðingum. kenning greinarinn-
ar er þannig tvíþætt: Annars vegar er því haldið fram, með vísun í
fjölmargar erlendar rannsóknir síðustu tveggja áratuga, að hinn
hand ritaði miðill hafi víðast hvar haldið áfram að gegna veigamiklu
hlutverki í bókmenningu, miðlun og samskiptum um aldir eftir
prentvæðingu evrópu, hvort sem hún var hröð eins og á Ítalíu og
englandi eða hæg og brokkgeng líkt og á Íslandi. Í öðru lagi verður
því sjónarmiði haldið á lofti að það sé mjög villandi að líta á fram-
leiðslu og notkun handrita á síðari öldum sem tímaskekkju og frávik
frá nývæðingarferli því sem kennt hefur verið við prentbyltingu.4
davíð ólafsson62
2 Jón Helgason, Handritaspjall (Reykjavík: Mál og menning 1958), bls. 8–9.
3 Sama heimild, bls. 8.
4 Nýleg dæmi um róttæka endurskoðun á hugmyndinni um prentbyltingu og
kjarna hennar eru Adrian Johns, The Nature of the Book: Print and Knowledge in the
Making (Chicago og London: University of Chicago Press 1998) og David
Mckitterick, Print, Manuscript and the Search for Order 1450–1830 (Cambridge:
Cambridge University Press 2003).
Saga vor 2010 — NOTA (9.5.)_Saga haust 2004 - NOTA 11.5.2010 12:53 Page 62